Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 41
BÚNAÐARRIT
35
Leiðbeiningar
við að útfylla eyðublöð undir skýrslur um vanhöld á búfé.
Þegar þessar Ieiðbeiningar eru bornar saman við
skýrsluna á bls. 34, verður að hafa það í huga, að á
sjálfum eyðublöðunum er fremsti (= 1.) dálkur) fyrir
töluröð bæja, en sá dálkur er ekki á skýrslunni.
Næsti (= 2.) dálkur eyðublaðanna er fyrir bæjanöfn,
en hér eru í þeim dálki nöfn héraða (sýslur).
/. dálkur: Þarf ekki skýringar.
2. dálkur: Þarf ekki skýringar.
3. dálkur: Þar sé tilfærð tala allra þeirra kúa, sem
væru tryggingarskyldar, ef hlutaðeigandi hreppur leitaði
IrY9SÍngar hjá Búfjártryggingarsjóði Islands. Er þessi
upplýsing nauðsynleg, til þess að hægt sé að vita á hve
marga gripi vanhöldin jafnast niður, sem iðgjöld.
4. dálkur: Þar skulu taldar þær kýr, sem drepist hafa
á árinu, eða orðið að slátra, vegna slysa eða veikinda,
sem eru skaðabótaskyld, ef gripirnir eru vátryggðir sam-
kvæmt búfjártryggingalögunum.
5. dálkur: Þar teljast þær kýr, sem veikst hafa eða
slasast, svo afurðatap hafi hlotist af, en ekki verið lógað.
6. dálkur: Þar færist afurðatap kúnna, sem um getur
í 5. dálki, talið í mjólkurlítrum. — Ekki má telja þar
það afurðatap, sem hlýtzt af því að kýr drepast, því
að þær eru taldar til skaðabóta í 4. dálki. — Ef afurða-
tap, sem stafar af dauðsföllum, væri talið hér, þá væri
skaðinn tvítalinn.
7. dálkur: Sbr. 3. dálk.
8. dálkur: Sbr. 4. dálk.
9. dálkur: Þar teljast þau naut, sem reynast ófrjósöm,
svo að hægt sé að áætla verðfall á gripum þeim, er
hafa þenna galla. En sá verðmunur telst með skaða-
bótaskyldu tjóni, ef gripirnir væru vátrygðir.