Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 43
B Ú N A Ð A R R I T
37
vanhaldalölur hverrar gripategundar margfaldaðar með
100 og deilt í útkomuna með samtölu sömu gripateg-
undar í hreppnum, þá sýnir útkoman vanhöldin í hundraðs-
hlutföllum (o/o). Loks finnast iðgjöldin með því að marg-
falda o/o tölu vanhaldanna með 6/5. Er sú tala sýnd á
neðstu línu skýrslunnar, og sýnir hversu há iðgjöldin
þurfa að vera, miðað við þau vanhöld, sem skýrslan sýnir,
en þar er að eins um eins árs vanhöld að ræða, en þau
eru vitanlega breytileg frá ári til árs. Þess vegna þarf
að safna vanhaldaskýrslum árum saman, til þess að fá
sem réttastan mælikvarða fyrir iðgjöldin.
Einnig að öðru leyti má segja það um útdrátt þenna,
að hann er ekki fyllilega nákvæmur. Orsakir þess eru
þær, að í allmörgum hreppum var ekki tilgreint, hve
margir gripir af hverri tegund væru til í hreppnum,
heldur var það að eins tilgreint á þeim bæjum, sem
orðið höfðu fyrir vanhöldum. Af þessu leiddi að þessar
skýrslur lögðu ekki fullnægjandi grundvöll að upplýs-
ingum um iðgjaldaþörf hreppsins, þar sem þær sögðu
ekki, á hve marga gripi mætti leggja iðgjöld, ef um vá-
tryggingu væri að ræða. Varð því að taka heildartöl-
urnar eftir síðustu Búnaðarskýrslunum, sem voru fyrir
hendi. — Auk þessa vantaði löluvert af vanhalda-
skýrslum, en ekki verður vitað, hvaða áhrif það hefði á
heildarútkomuna, ef þær væru með. Þá skal einnig tekið
fram, til að fyrirbyggja misskilning, að heildartala grip-
anna í sumum sýslunum er lægri en í Búnaðarskýrsl-
unum, en það stafar af því, að úr þeim sýslum hefir
vantað skýrslur úr einunr eða fleiri hreppum, og því
hefir orðið að draga þeirra framtal frá heildartöl-
unni
Við fyrstu athugun í skýrslunni kernur í ljós, að van-
höldin eru mjög misjöfn í sýslunum. Svo að bent sé á
dæmi þessu til skýringar, skal hér sett iðgjaldaþörf fyrir
kýr í nokkrum héruðum, samkvæmt vanhalda-skýrslunum,
ef hver sýsla væri sérstakt áhættusvæði: