Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 44
Reykjavík........................10.6 °/o
Siglufjörður og Eyjatjarðarsýsla 9.4 —
Dalasýsla......................... 17 —
Barðastrandarsýsla............... l.l —
Ef teknir eru einstakir hreppar, verður mismunurinn
enn meiri, og þó sjálfsagt mestur á milli bæja.
Hér skal ekki reynt að geta til, hvort til þessa mikla
mismunar liggi staðbundnar orsakir eða að vanhöldin
gangi yfir í svona stórum öldum, svo að þau héruð, sem
nú sleppa vel, verði fyrir barðinu á vanhöldunum næst.
Þetta er sá hlutur, sem nauðsynlegt er að upplýsa, en
það er að eins hægt með nákvæmum vanhalda-skýrslum.
Komi þá í Ijós, að mikil vanhöld væru landlæg í ein-
stökum sveitum eða héruðum, er brýn þörf að rann-
saka hverjar eru orsakir vanhaldanna, svo að hægt
sé að ráða bót á þeim eftir megni. Líkt er að segja,
ef vanhöldin ganga yfir í stórum öldum, þá er full
nauðsyn á að rannsaka orsakir þeirra, ef af því mætti
leiða, að eitthvað yrði hægt að draga úr þeim. Af þess-
um rannsóknum ætti einnig að upplýsast, hvort að hafa
má allt landið eitt áhættusvæði, er til vátrygginga kemur,
eða hvort að þurfi að skipta því í fleiri áhættusvæði,
með misháum iðgjöldum.
Undirbúningur þess, að búféð verði vátryggt, er hin
aðal-orsök skýrslusöfnunarinnar. Hefi ég áður skýrt
nauðsyn þess, og fjölyrði því ekki um það hér.
Eg vona að þessi útdráttur úr vanhalda-skýrslunum
verði lil þess, að bændum skiljist hve nauðsynlegt er,
að vanhalda-skýrslurnar séu réttar og nákvæmar, svo
að þær, bæði 1931 og síðar, gefi nákvæmar og ábyggi-
legar upplýsingar um þetta mikla velferðarmál bændanna.
Theodór Arnbjörnsson,
frá Ósí.