Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 45
BÚNAÐARRIT
Um kartöflur.
Til gagns og fróðleiks.
Hvar sem komið er, að byggðu bóli, hér á íslandi,
þar sem jurtagarður er, þá má heita, undantekningarlítið,
að aðaljurtirnar sem ræktaðar eru, séu kartöflur og gul-
rófur. Þó einkum kartöflur.
Þess vegna er kartöflujurtin þýðingarmesta garðjurtin
á Islandi, hefir verið það hátt áaðra öld og mun án efa
verða það í langa, langa tíð enn þá.
Um ræktun kartaflna á stórum svæðum hefir naum-
ast verið að ræða hér á landi, og í þau skipti, sem það
hefir verið reynt að byrja stórfelda ræktun þessarar
jurtar, á stórum ökrum, hefir það ekki tekist vel Mér
finnst allt benda til þess, að kartöflurækt Islendinga
verði enn um stund bundin við nákvæma ræktun á
smáum svæðum, eins og verið hefir — í görðum, en
ekki á stórum ökrum. Mun hún óefað hér eflir, sem
hingað til, verða þýðingarmesta og algengasta garð-
jurtin, enda þótt ráðandi menn hins íslenzka landbún-
aðar telji kartöflur og gulrófur ekki lengur til garð-
ræktar.
Landið okkar er svo norðlægt, að kartöflujurtin nær
hér víst sjaldan lífeðlislegum þroska, enda þótt kaitöfl-
urnar geti orðið eins stórar hér og annarsstaðar. A
smáum svæðum, í görðunum, er því hægt að veita þeim
betri og nákvæmari umhirðu en á stórum ökrum, og
það er þýðingarmikið, ríður oft baggamuninn. — Þó er
nú margt breytt til hins betra, frá því sem áður var.
Þekking á kröfum jurtanna meiri en áður, og stórum
auðveldara að sjá jurtunum fyrir nægilegri næringu,