Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 47
BÚNAÐARRIT
41
Kartaflan.
Kartaflan er af Náttskugga-ættinni, en sú ætt er a5
ýmsu leyti mjög einkennileg. Af þeirri ætt eru t. d.
ýmsar magnaðar eiturjurtir, eins og tóbak, frúarber (at-
rópa belladonna), broddepli og svínabaun (hyacyamus
miger), og ennfremur jurt sú, sem.sólin dregur nafnið
af og náttskuggarnir, eða Sólanum.
En á latínu heitir kartaflan Sólanum tuberósum.
Hún er ættuð frá Suður Ameríku, og því óþekkt jurt
hér í álfu fyrr en alllöngu eftir að Kolumbus fann
Ameríku. Hér í álfu var saga kartöflunnar lengi vel
raunasaga, að því leyti, að erfiðlega gekk að fá alþýðu
manna til að rækta þessa jurt sér til nytja. Og ekki sizt
var það Þrándur í Götu hennar, að hún var af ætt, sem
þótti viðsjárverð. — Jafnvel hinir menntuðustu menn í
jurtafræði voru henni mjög andvígir af þessari ástæðu.
Þeir tala víða með fyrirlitningu um kartöfluna í dag-
bókum sínum.
Hingað til lands var kartaflan flutt árið 1756, eins og
áður var sagt, en útbreiðslu hennar þokaði seint áfram,
hér eins og annarsstaðar.
Hér í álfu var kartaflan fyrst ræktuð allvíða til
skraufs, sem fögur og einkennileg jurt, enda er hún það
hvorttveggja. Bæði blóm og blöð eru harla fögur og
turtin hin tígulegasta, en undirvöxturinn mjög einkenni-
legur.
Hnúðarnir, kartöflurnar, eru stönglar, sem myndast
ueðanjarðar, enda eru brum á þeim (»augun«), sern
seinna mynda »sprota« — stöngla og blöð — þegar
h®r eru settar niður í mold. Ofanjarðar eru stönglarnir
með hvössum brúnum, og þeir eru ýmist grænir eða
hrúnir. En blöðin eru venjulega mjög dökkgræn, með
áberandi æðum og fallega skipt.
Litur blómanna er með ýmsu móti, hvítur, fjólublár
eða blár, en ávöxturinn, ef blómið nær að frjófgast og