Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 49
BÚNAÐARRIT
43
Það eru sterkjubirgðir kartöflunnar, sem einkum gefa
henni gildi. En sterkjuinnihald kartöfluafbrigðanna er
töluvert mismunandi og er þýðingarmikið að það sé
sem mest, einnum þar sem kartöflur eru notaðar til
iðnaðar. — Erlendis, þar sem kartöflujurtin nær lífeðlis-
lega fullum þroska, þar er sterkjuinnihald kartaflnanna
frá 16—30 af hundraði, en oftast yfir 20°/o. Þar,
sem kartöflur eru ræktaðar til iðnaðar, er það mjög
þýðingarmikið atriði, hvort eitt kartöfluafbrigði gefur 1 °/o
meiri sterkju eða minna. Hér, þar sem ekki er um
notkun kartaflna að ræða til iðnaðar, er ekki farið svo
nákvæmlega út í þetta atriði.
Sterkjan er venjulega *ls hlutar af þurefni kartafln-
anna og þau kartöfluafbrigði sem gefa mikið uppskeru-
magn, eru venjulega sterkjuríkari en þau, sem minni
uppskeru gefa.
Til er mesti sægur af kartöfluafbrigðum og eru þau
rnjög misjöfn að eiginleikum. Ekki er mögulegt að taka
eitt úr hópnum og segja það bezt. Erlendis er kar-
töflunum skipt í flokka, eftir því til hvers þær eru not-
aðar: til matar, gripafóðurs eða iðnaðar. En hér kemur
eiginlega það, fyrst og fremst til greina, hvernig af-
brigðið þrífst — og uppskerumagn og notagildi upp-
skerunnar, því hér eru kartöflur eiginlega ekki ræktaðar
og notaðar til annars en manneldis.
Hér verður að leggja aðaláherzlu á ýmsa sérstaka
eiginleika, svo sem hreysti og bráðþroska, og ennfremur
að afbrigðið sé heilsuhraust, þ. e. að það verjist vel
gegn sjúkdómum, einkum þó kartöflusýki. — Kartöflur,
sem nota á seinni hluta vetrar, þurfa að geymast vel,
en einnig hvað það snertir, er munur afbrigða allmikill.
L
Um kartöfluafbrigði,
Eins og áður er getið um, er til mesti sægur af kar-
töfluafbrigðum. Var talið, að unr aldamótin síðustu væru