Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 52
4<»
BÚNAÐARRIT
ust eru í suðlægari löndum, eru það venjulega ekki hér,
heldur einkum þau sem þar eru talin í meðallagi bráð-
þroska.
Svo virðist og, sem grös ýmsra afbrigða séu misjafn-
lega viðkvæm fyrir áhrifum froslsins, þó eigi sé gott að
segja í hverju sá munur liggur.
»Grasið« þarf helzt að vera sterkbyggt og í stærra
lagi, því þá ná grösin saman fyrr en ella. Og þá er
hægara að eiga við eyðingu illgresis en ef grösin eru
svo smá, að þau ná ekki saman. En grasið getur einnig
orðið of stórt, svo að til óþæginda sé við uppskeru.
Blómgunin er mjög misjöfn hjá hinum ýmsu afbrigð-
um. Sum eru blómauðug, en önnur ekki. Hér á landi
hafa sumir ótrú á að kartöflugrös blómgist mjög, og
óttast að vegna þess verði uppskeran lítil. Hygg ég
þann ótta ástæðulausan, því það er að eins tákn þess,
að jurtin sé á góðum þroskavegi, þegar hún er komin á
blómgunarstig. Ekkert kartöfluafbrigði þekki ég blóm-
auðugra hér en hann »Rogalands-rauð« (Rogaland röd).
Er fögur sjón að sjá, þar sem hann er einn í garði, er
grösin eru alselt hvííum blómum. Og er nær að gleðja
auga sitt yfir þeirri fegurð, en hryggjast af henni. Og
fjarri öllu viti er að slíta blómin af, eins og sumstaðar
er gert hér.
»Blálandskeisari« (Shetlands Blue) virðist mér harð-
gerðaslur þeirra afbrigða, sem ég þekki hér, um það,
að mynda aldin að lokinni blómgun. En á öðrum af-
brigðum, t. d. »Eyvindi« (Kerrs pink) sjást aldrei þroskuð
aldin, enda þótt þetta afbrigði sé í alla staði harðgert.
Hvað lit kartaflnanna sjálfra snertir, þá er hann vita-
skuld ekkert aðalatriði, en ekkert aukaatriði^ heldur. Þó
eru kröfurnar um litinn mjög mismunandi. í Danmörku
vilja neytendur t. d. helzt að kartöflur séu gular, hvít-
gular eða hvítar. Þar er fussað við bleikum og rauðum
kartöflum, og þýðir þess vegna ekki að rækta mikið þar
af þannig litum kartöílum til malar. Hér á Islandi virð-