Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 54
48
B U N A1) A R R I T
Talið er, að eUki sé gott að glöggva sig á vaxtarauka
með berum augum, sé hann minni en 15°/o.
Það er reynsla hér á landi, í stormasömum sveitum,
að afbrigði, sem hafa þróttmikið gras, standast betur
óveðrin en hin blaðlitlu afbrigðin. Hin fyrstu frost,
seinni part sumars eða fyrst á haustin, virðast og hafa
minni áhrif á þróttmikil stórvaxin grös, en á hin smærri.
Þá er enn eitt í sambandi við stönglana. Neðst á
þeim — neðanjarðar — eru brum, »augu«, sem taug-
arnar koma frá, eða neðanjarðar-stönglar, sem þykkna
upp í endann og mynda kartöfluna, því kartaflan er
stöngulhluti, en ekki hluti af rótinni. Þessir neðanjarðar-
stönglar, eða taugarnar, mega ekki vera langar. Verður
að gera þær kröfur til afbrigðanna að þau myndi kar-
töflurnar fast inn við stönglana, og er það mikill ókostur,
ef kartöflurnar myndast of langt frá móðurgrasinu, því
þá verður mun erfiðara um upptöku. Séu allar kartöflurnar
í einum hnapp, inn við stönglana, þá þarf ekki að stinga
kvíslinni nema einu sinni undir grasið, til þess að ná
öllum kartöflunum upp. En sum afbrigðin hafa þá til-
hneigingu, að mynda kartöflur út um alla moldina, oft
30 — 60 cm frá grasinu, og er harla seinlegt að taka
slik afbrigði upp. Sézt þessi ókostur t. d. hjá hinum
bleiku kartöflum, sem hér eru algengastar, og einnig
hjá þeim bládröfnóttu. — Því stærri sem garðurinn er,
því meiri vinnuauki er að þessu.
Það er ekki heldur nóg, og ekki rétt, að dæma af-
brigðin eingöngu út frá uppskerumagni. Þar þarf einnig
vel að athuga gerð uppskerunnar og er það hinn mesti
ókostur ef kartöflurnar eru margar og smáar, þó upp-
skerumagn sé annars mikið. Smáar kartöflur hafa minna
notagildi en stórar. Að þessu leyti eru sum þau afbrigði
varhugaverð, sem hafa verið ræktuð hér á landi lengi.
Virðist mér hnignun þeirra einkum koma í ljós á þann
hátt, að kartöflurnar verða margar og smáar, og að
þau verða þróttlítil og seinþroska.