Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 56
50
B Ú N A Ð A R R I T
einn allra alvarlegasti »Þrándur í Götu« fyrir kartöflu-
ræktinni.
Erlendis er árlega varið geysimiklu fé til kartöflu-
kynbóta, einkum í Englandi, Þýzkalandi, Ameríku og
Hollandi. Það eru kostnaðarsamar tilraunir að fást við.
Og bæði vegna þess, og eins vegna hins, að á tak-
mörkum er, í flestum sumrum, að kartöflujurtin nái hér
fullkomnum lífeðlislegum þroska, hygg ég að örðugt sé,
eða jafnvel ómögulegt, að fást við kartöflukynbætur hér.
En við þurfum að fylgjast vel með því, sem gerist á
þessu sviði, og prófa, hver af hinum beztu afbrigðum
reynist bezt hér. Og með því að fara sem bezt með
þau afbrigði, sem bezt reynast, má vissulega ganga út
frá að þau endist vel og gefi góðan arð um áratugi
hér á Islandi.
Lýsing á nokkrum afbrigðum.
Hér verður reynt, í sem fæstum orðum, að lýsa út-
liti þeirra afbrigða, sem eru algeng um landið og hafa
verið það undanfarna 2—3 áratugi, Eru þær oft nefndar
eftir lit, t. d. bleikar íslenzkar, eða bláar íslenzkar o. s. frv.
Hér verður að eins lýst útliti kartaflnanna sjálfra og
kostum þeirra og ókostum.
Bleíkar Þetta mun vera það kartöfluafbrigði, sem al-
íslenzkar. gengast er um land allt. Það er vinsælt víða,
einkum sökum þess, að það þykir bragðgott.
Kartöflurnar eru bleikar eða rauðar að lit, og ef kar-
tafla er skorin sundur, sézt rauður hringur innan í.
»Augun« eru mörg og djúp, og »naflinn« einnig djúpur,
»taugarnar« eru langar og kartöflurnar liggja því oft
langt frá grasinu. Kartöflurnar eru oft milli 25—30
undir hverju grasi, en venjulega smávaxnar. Gengur því
mikið úr sem smælki. Grasið er ekki þróttmikið og
ekki hátt. Afbrigði þetta er seinþroska, og uppskera af