Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 57
B U N A U A R R I 'I'
51
því þess vegna ekki árviss. — Vegna óhreystinnar og
hve seint það er að taka þroska, bregst það oft mjög,
í meðalárum og þaðan af verri. Það er svo næmt fyrir
kartöflusýki, að það strádrepst venjulega ef hún gengur.
Vegna þessa mikla ókosts, álít ég mjög varhugavert
að treysta á þetta afbrigði eingöngu, eins og víða er
gert, enda súpa margir seyðið af því.
Rauðar Afbrigði þetta er allvíða um landið, einkum
íslenzkar. þó um allt Suðurlands undirlendið. Kartöfl-
urnar eru að lögun svipaðar þeim bleiku;
»augun« og *naflinn« djúpur. En þær eru mun stærri
og jafnan færri undir hverju grasi, venjulega frá 7—10.
Þær liggja ekki mjög langt frá stönglunum og eru mjög
fastar á taugunum. Þar, sem þær vaxa í lausum eða
sendnum jarðvegi, má oft taka í grasið og kippa því upp,
með öllum kartöflunum á.
Þetta afbrigði er einnig mjög viðkvæmt hvað kartöflu-
sýki snertir, og er ekki heldur bráðþroska.
Bláar Grasið er heldur hærra og þrótlmeira en á
íslenzkar. hinum tveimur fyrnefndu afbrigðum. Kartöfl-
urnar eru aflangar, dökkbláar og oft dröfn-
óttar. Sé kartafla skorin sundur, er breiður dökkblár
hringur innan í henni. Taugarnar eru langar og liggja
hartöflurnar oft mjög langt frá móðurinni. Þær eru sein-
þroska, en oft stórvaxnar, venjulega frá 14 — 17 undir
hverju grasi. Eru mjög viðkvæmar fyrir kartöflusýki.
Einn kost hefir þetta afbrigði: Þær geymast ágætlega.
En til ókosta verður að telja bláa litinn, sem oft er svo
dökkur að kartöflurnar sjást illa í moldinni vegna þess.
Ekki eru þær heldur eins geðslegar á borði og þær,
sem ljósari eru. Og sé soðið of mikið í einu, og þær
aeymdar soðnar milli mála, verða þær fljótt dökkar og
Ijótar, en það er óheppilegt að fæðan sé ólystug að
útliti.