Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 58
52
B U N A i> A R R I T
Gular Kartöflurnar eru hvítgular, kringlóttar, með
íslenzkar. djúpum »augum« og »nafla«. Að flestum
eiginleikum er þetta afbrigði líkt þeim bleiku
íslenzku. Seinþroska og þróttlítið, og ekki hraust, ef
kartöflusýki gengur. Algengara er hjá þessu afbrigði, að
kartöflurnar séu vanskapaðar, með hnúðum út úr, og þá
ófagrar útlits, ef 2 — 3 kartöflur sýnast vaxnar saman.
Virðist mér einnig algengara hjá þessu afbrigði en hin-
um, að stórar kartöflur springi. Geymast heldur illa.
Þessi fyrrnefndu afbrigði hygg ég vera þau algeng-
ustu hér á landi. Auðvitað eru hér til mörg önnur af-
brigði en þessi, víðsvegar um landið. Komin víða frá,
og sum langt að. Ekki er þó hægt með vissu að segja
rétt nafn á þeim, nema ef til vill fáeinum. Hingað hafa
flutzt kartöflur frá mörgum löndum, jafnvel öðrum álf-
um. Þær hafa borizt hingað til landsins með erlendum
skipum.
Algengt er það, að kartöflur hafi borizt á land þar,
sem skip hafa strandað, einkum þó í Skaftafellssýslum,
og sérstaklega þegar frönsku »duggurnar« voru hér við
Iand. En einnig hin allra síðustu ár er mér kunnugt um,
að ný og góð ensk kartöfluafbrigði hafa borizt á land
í Skaftafellssýslum, með íslenzkum togara, er strandaði
þar. Var það hið »rauðeygða« afbrigði »King Edward
VII.« — sem er framleitt hjá Kerr, en frá honum er
einnig »Kerrs Pink« (sem hér gengur undir nafninu
»Eyvindur«). En »King Edward VII.« er að ýmsu leyti
fyrirtaks afbrigði, að öðru leyti en því, að það er mjög
næmt fyrir kartöflusýki.
Annars er sjaldnast hægt að ákveða með vissu, af
hvaða afbrigði kartöflur þær eru, sem berast nafnlausar
til landsins, því fæst þeirra er hægt að þekkja af kar-
töflunum einum, og fá jafn auðþekkt og »King Edward
VII.«