Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 60
B U X A t) A B R 1 T
54
dálítið ávalar að lögun, alltaf reglulegar. »Augun« meðal-
djúp, en smá. Oftast er »naflinn« svo grunnur, að lítil,
og stundum engin lægð er þar, sem taugin er föst við
kartöfluna. Liturinn er bleikur, stundum dökkbleikur,
en einnig ljósbleikur. Soðin og flysjuð er kartaflan hvíí.
Grasið er hátt og beinvaxið og þróttmikið. Spírurnar
Ijósrauðar og þróttmiklar. Blómin hvít. Venjulega eru
frá 12—15 kartöflur undir hverju grasi, og þær liggja
allar mjög nálægt stönglunum. Stórvaxnar eru þær og
undir flestum kringumstæðum lausar við smælki.
Afbrigði þetta er prýðilega hraust og harðgert. Eng-
lendingar gefa því svohljóðandi vitnisburð í tilrauna-
skýrslu: »Ómóttækileg (immun) fyrir kartöflusýki og
kartöfluvörtuveiki. Til matar ágæt (exellent). A skilið
beztu meðmæli til notkunar á heimilum*. — Danir segja,
einnig í tilraunaskýrslu: »Mjölkennd, bragðgóð kartafla.
Þetta er afbrigði, sem á skilið mikla útbreiðslu, vegna
hins mikla uppskerumagns og hreystinnar. Veitir kartöflu-
sýki mikið viðnám (modstandsdygtig) og sýkist ekki af
kartöfluvörtuveiki*.
í Danmörku og á Englandi er kartöfluafbrigði þetta
talið seinvaxið. Hér reynist það á annan veg, reynist
vera það afbrigði, sem þroskast einna fyrst. Sunnanlands
er oft farið að nota »Eyvind« síðast í júlí — eða rúm-
lega mánuði fyr en hægt er að nota kartöflur af íslenzku
afbrigðunum. Virðist mér bráðþroski þess hér í nánu
sambandi við hreystina: Það er nægilega hraust til að
geta náð skjótum þroska við þau skilyrði, sem hér eru,
til að geta vaxið við hina miklu birtu, sem hér er í júní
og júlí. — Aftur á móti kemur oft fyrir að sum þau
afbrigði, sem erlendis eru talin mjög bráðþroska, reyn-
ast það ekki hér; því enda þótt þessi eiginleiki sé til
staðar, í ríkum mæli, eru hin bráðþroskuðu afbrigði oft
þróttlítil og reynast þess vegna ekki nægilega harðgerð
eða hraust til ræktunar hér (t. d. dönsku afbrigðin
»Askebladet« og »]úli«).