Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 62
r><>
BÚNAÐARRIT
En þetta er eina aðfinnslan, sem komið hefir fram um
þetta afbrigði, og get ég ekki fallist á að hún sé á
rökum byggð, að öðru leyti en því, að á meðan kar-
taflan er nýsprottin, í júlílok og byrjun ágúst, þá er hún
nokkuð vatnskennd, en batnar strax við aukinn þroska.
Great Stóri Skoti. Þetta er eitt af hinum nýju, góðu
Scot. skotzku afbrigðum. Hún er að ýmsu leyti
svipuð »Kerrs Pink«, t. d. er lögunin hin
sama. Hún er hraust mjög, gegn hinum tveim áður-
nefndu illkynjuðu sjúkdómum. Uppskerumagnið er mikið,.
en þó minna en hjá »Kerrs Pink«. Grasið er lægra, en
þróttmikið. Spírurnar ljósrauðar, þróttmiklar. Blómin hvít
á lit. »Augun« í meðallagi djúp, lægðin við »naflann«
sama og engin. Litur kartöflunnar hvítur. Kartöflurnar
venjulega færri undir grasi en hjá »Kerrs Pink«, en oft
heldur stærri og uppskerumagn mikið. — Hefi ég vitað
dæmi þess sunnanlands, að menn hafa tekið »Stóran
Skota« upp allra fyrst í september, »til þess að hann
yrði ekki of stór«. — Prýðilega bráðþroska og að öllu
leyti ágætt kartöfluafbrigði, sem á skilið mikla útbreiðslu.
Danir telja kartöfluafbrigði þetta bragðgott og álita
að það muni eiga framtíð fyrir sér í Danmörku.
Skotar telja hana mjög góða matar-kartöflu, en þó
síðri en »Kerrs Pink«. Hér hefi ég ráðlagt þeim, sem
ekki hefir líkað bragðið að »Kerrs Pink«, að rækta
»Great Scot«. Hefir enginn — mér vitanlega — haft
neitt út á bragð hans að setja. Finn ég þó engan mun
á þessum tveimur afbrigðum, soðnum á borði.
Þetta afbrigði þykir mér eitt hið fegursta og bezta
af þeim, sem ég hefi séð.
King Einnig eitt af hinum nýju brezku afbrigðum.
George. Kartöflurnar eru oftast hnöttóttar, stundum
dálítið flatþrýstar, þó ekki eins mikið og
»Kerrs Pink« og »Great Scot«. Grösin í meðallagi há