Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 63
B Ú N A Ð A R R I T
57
og í meðallagi þróttmikil. Venjulega 15—18 kartöflur
undir hverju grasi, ekki eins stórar og hjá hinum tveimur
fyrnefndu afbrigðum. Kartöflurnar hvítar, en slær á þær
blökkum blæ. Þykir verða bragðgóð, sé hún ræktuð í
sendinni mold, en ekki í leir- eða moldarjörð. »Augun«
í meðallagi djúp. »Naflinn« grunnur. Stenzt vel kartöflu-
sýki og ómóttækileg fyrir kartöfluvörtuveiki,
Nýuppteknar eru kartöflur af »Great Scot«, »Kerrs
Pink« og »King George« auðþekktar að, en er þær
hafa legið í sól eða verið þurkaðar, er ekki gott að
greina þær í sundur eða sjá mun á þeim.
Shetland Þetta er afbrigði, sem ber stórvaxnar bláar
Blue. kartöflur og hefir hér verið nefnt »Blálands-
keisari*.
Kartöflurnar eru flatar og stórvaxnar, fagurbláar, en
ekki dröfnóttar, eins og »bláa ísl.« afbrigðið. Flutt hingað
1920, frá Skotlandi. Aflangar í lögun, »augun« grunn
og »naflinn« grunnur. Hvítar að innan. En hafa dökknað
við ræktunina hér á landi. Stóru kartöflunum hættir við
að verða holar innan, og kemur þá seinna fram skemmd
í þeim af þeirri ástæðu. Grasið er í meðallagi, hvað hæð
og þrótt snertir. Kartöflurnar þykja bragðgóðar og reyn-
ast bráðþroska. En afbrigði þetta er mjög næmt fyrir
kartöflusýki.
Edzee Það hefir gengið hér undir nafninu »Blá-
Blue. landsdrottning*. Kartöflurnar eru bláar á lit.
kringlóttar og flatar í lögun. Utlitsfagrar og hvítar
að innan, örlítið blakkar. Grasið vel í meðallagi hátt, tölu-
vert þróttmikið. Kartöflurnar ekki mjög stórar, alltaf vel
lagaðar, að mestu lausar við smælki. Afbrigðið er ónæmt
fyrir kartöflusýki og ómóttækilegt fyrir kartöfluvörtuveiki.
Uppskerumagn sæmilegt. Vinsælt afbrigði og bráðþroska,
en ekki álít ég að það þoli samanburð við »Kerrs Pink«
og »Great Scot«. — Kartöflurnar alltaf nálægt stönglunum.