Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 64
Rogalands >Rogalandsrauður«. Fluttist hingað 1926.
rod. Grasið í meðallagi hátt og þróttur að sama
skapi. Blómin hvít, og er þetta það blóm-
auðugasta afbrigði sem ég hefi séð hér. Garðurinn, sem
það er í, nálega snjóhvítur um blómgunartímann.
Kartöflurnar eru dökkbleikar eða ljósrauðar, og mun
dekkri, oft hárauðar, í >augun«. >Naflinn« heldur dýpri
en hjá »Kerrs Pink«. Kartöflurnar allar í hnapp í kring-
um grasið. Uppskerumagn mikið og kartöflurnar hæfi-
lega stórar, heldur minni en »Kerrs Pink«. — Eitt með
fegurstu kartöfluafbrigðum að sjá, einkum er kartöfl-
urnar eru nýuppteknar.
Ókunnugt er mér um næmleika þessa kartöfluafbrigðis
fyrir sjúkdómum, en á því atriði veltur mjög mikið.
Hefir ekki enn á það reynt hér svo ég viti, því þetta
afbrigði hefir enn mjög takmarkaða útbreiðslu. En virð-
ist, að svo miklu leyti sem séð verður, eiga hana skilið.
Rósin. Þetta afbrigði er upprunnið frá Ameríku,
og hefir víst komið þar fram fyrst árið 1867.
Er prýðilega bráðþroska og hefir náð mikilli útbreiðslu
hér í álfu, vegna þess góðu eiginleika — þrátt fyrir rauð-
bleika litinn. Er það t. d. allmikið notað í nágranna-
löndunum fyrstu 2—3 vikurnar sem kartöflur fást, en
fullþroskað er afbrigði þetta þar óseljanleg vara til mann-
eldis, en aftur á móti talið gott til skepnufóðurs.
Það er bráðnæmt fyrir kartöflusýki, er venjulega það
afbrigði sem fellur fyrst, þegar hún gengur. Þegar þetta
afbrigði varð til, var mönnum ekki eins ljóst og nú,
hve bráðnauðsynlegt það er, að þau standist árásir sjúk-
dóma vel. Og af þessari ástæðu, fyrst og fremst, álít ég
að þetta afbrigði eigi engan rétt á sér, til ræktunar í
þeim landshlutum, þar sem kartöflusýkinnar hefir orðið
vart. — Danir hafa látið kartöfluafbrigði sín, sem til-
raunir voru gerðar með, ganga undir »bragðspróf«, og
var dregið í 5 flokka, og lennti »Rósin« eiri í 5. og