Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 65
B U N A Ð A R R I T
59
lakasta flokUi. — En ég hefi furðað mig á því, að hér
á Islandi hefi ég ekki heyrt kvartað undan »bragðinuc
hjá þessu afbrigði, og mun það hafa nokkra útbreiðslu
norðanlands.
Um útsæði.
Það er ekki nægilegt að hafa gott kartöfluafbrigði,
heldur þarf einnig að hafa gott og hentugt útsæði af því.
Vfir höfuð að tala byggist kartöfluræktin, og velgengni
þeirra, sem hana stunda, á þessu aðalatriði, að útsæðið
sé gott. — Eitt af því, sem ég verð að álíta að myndi
verða kartöflurækt hér á íslandi til hins mesta gagns,
er það, að komið yrði upp stöð, þar sem beztu kartöflu-
afbrigðin væru ræktuð til útsæðis. Þangað ættu menn
svo að geta snúið sér, til að fá gott útsæði af góðum
afbrigðum. Kemur það oft fyrir, á bæjum, vegna óhent-
ugrar geymslu, að útsæði spillist, og er þá oft í engan
stað að venda um útsæði, sem treystandi er á. Er þá
snapað saman útsæði hingað og þangað, sem reynist
misjafnlega, og er oft dýrt. Erlent útsæði er oft vand-
fengið á vorin og dýrt, og það sem verra er, að ’hætta
getur verið á að skaðræðissjúkdómar, eins og t. d.
vörtupest í kartöflum, berist með útsæði þessu. Hún
9etur jafnvel borizt með heilbrigðum kartöflum, á mold-
inni utan á þeim eða með umbúðunum, pokunum. A
vorin er alltaf vöntun á útsæði. Vitanlega eiga sem flestir
þeir, sem kartöflur rækta, að rækta nægilegt útsæði handa
sér sjálfir, en bregðist geymsla, er illt að eiga í engan
góðan stað að venda um kaup á útsæði. Þó ekki sé
Sert ráð fyrir að geymsla á útsæði misheppnist alltaf,
þá er og gott að geta fengið ný afbrigði til endurnýjunar.
Þeir, sem stunda kartöflurækt, þurfa einkum að vanda
Vel til útsæðisins. Gott og garnalt ráð er það, að velja
útsæði jafnan undan beztu grösunum. En útsæði skal
íafnan taka frá á haustin. Og þarf þá að þurka það
betur en aðrar kartöflur.