Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 66
BÚNAÐARRIT
GO
Með hvern þann stofn, sem vel á að endast, þarf vel
að fara, hvort sem það er stofn af jurtum eða dýrum.
Sé vel vandað til ræktunarinnar, svo að kartaflan nái
sem mestum þroska á hverju sumri, má ganga út frá
því vísu, að sá stofn, sem þannig er með farið, endist
betur en sá, sem lítið er hirt um. Einkum þegar þess
er gætt, að enda þótt karíöflujurtin geti orðið hér eins
stórvaxin og annarsstaðar, þá nær hún þó aldrei full-
komlega lífeðlislegum þroska hér. Af þessari ástæðu
þarf vel að vanda sig við val og meðferð út-
sæðis.
Að velja útsæði á haustin, undan beztu grösunum,
er regla, sem ekki ætti að víkja frá.
Heppilegast er að velja undan þeim grösum, sem
bera fáar en stórar kartöflur, en eru lausar við smælki,
og að öðru leyti fara eftir því, sem sagt er um kar-
töfluafbrigðin hér að framan, að svo miklu leyti sem
hægt er.
Varast skyldu menn að taka of smátt útsæði frá. Þá
eru líkindi til að menn lendi frekar á þroskaminni kar-
töflum, og þar af leiðandi verri. Þó má vel komast
af með smátt útsæði eitt og eitt ár, en óráð að gera
sér það að reglu að velja óhæfilega smátt. En óhagsýni
er það vitanlega að velja of stórar kartöflur til útsæð-
is. Heppilega stærð útsæðis tel ég frá 30—60 gr, og
svo þaðan upp eftir.
(Jtsæðiskartöflur þurfa alltaf að vera heilbrigðar, mega
ekki vera sýktar af alvarlegum sjúkdcmum eða öðrum
kvillum. Það er enginn vafi á því, að sumt, sem stund-
um er öðruvísi en vera á í kartölluræktinni, á rót sína
að rekja til þess að útsæðið hefir ekki verið heilbrigt.
Því þarf að skilja allar skemmdar eða grunsamlegar
kartöflur frá útsæðinu á haustin, og gera það vandlega.
Þó er ekki alltaf hægt að sjá á kartöflunum sjálfum
hvort þær eru veikar eða heilbrigðar, því sumir sjúk-
dómar leynast — eins og t. d. »blaðaveiki« — og koma