Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 67
BÚNAÐARRIT
(i!
ekki í ljós fyrr en um sumarið úti í garði. En helzta
leiðin til að koma í veg fyrir að kvillar magnist er sú,
að taka vel eftir grösunum í garðinum, um sumarið, í
júní—ágúst, og þá uppræta þau grös, sem bera á sér
einhver sjúkdómsmerki. Er það t. d. leiðin til að vinna
á hinni hvimleiðu plágu »Njólasýkinni«.
Stærð útsæðiskartaflnanna hefir merkileg áhrif á magn
uppskerunnar. Því stærra sem útsæðið er, þess meiri
virðist uppskeran verða. En »netto« hagnaður verður
þó minni, sé mjög stórt útsæði notað, því þá verður
magn útsæðisins svo mikið. Meðalstórt útsæði reynist
jafnan bezt og hagfeldast að nota.
Af smávöxnum kartöfluafbrigðum er talið að þurfi að
nofa tiltölulega stórt útsæði.
Stórt útsæði gefur venjulega margar kartöflur í upp-
skeru, en tiltölulega smærri; en smátt útsæði gefur aftur
á móti færri, en stærri kartöflur.
Sé ekki annað fyrir hendi en stórt útsæði, þá er oft
tekið til bragðs að skera í sundur kartöflurnar. En það
er ekki heppilegt. Sé það gert, þá þarf að skera í
sundur á þann hátt, að jafnmörg »augu« fylgi hverjum
parti. Og bezt er að setja sundurskorið útsæði niður
strax.
Um spírun kartaflna.
Eitt af því þýðingarmesta viðvíkjandi kartöflurækt á
landi hér, er að láta útsæðið spíra áður en sett er niður
á vorin.
Með því að láta kartöflu-útsæði spíra, á vorin, þá
lengir maður beinlínis vaxtartíma jurtarinnar um spír-
unartímann. En á þessu atriði getur það oltið, hvort
uppskera verður góð eða léleg. — Það er enn þýð-
ingarmeira að kartöflur spíri hér á landi, en í löndum
sem liggja suðlægara.
Að vísu getur, ef vel sumrar, fengist góð uppskera,
iþó útsæði sé sett niður óspírað. Upp á það fást nóg