Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 68
(>2 BÚNADARRIT ______________________
dæmi. En sé um meðalsumar að ræða, eða minna en
það, þá kemur í ljós hvers virði spírunin er; hvert ör-
yggi er í henni fólgið. — Því má aldrei láta hjá líða
að setja útsæði til spírunar á vorin. — Jafnvel suður í
nágrannalöndunum eru menn nú að koma auga á, betur
en áður, hvers virði spírun kartaflna er, enda þótt ekki
sé um ræktun snemmvaxinna kartaflna að ræða.
En eigi spírun kartaflna að koma að fullu gagni, þá
er ekki sama hvernig hún er framkvæmd.
Hér á landi eru menn engan veginn nógu vandlátir
í þessu efni. Venjulega eru kartöflur látnar spíra í fjós-
um, hér í sveitum, en í bæjum' eða þorpum oftast f
kjöllurum. Báðir þessir staðir eru of dimmir, en fjósin
annars heppileg hvað hlýjuna snertir, ef þau eru þá ekki
of rök.
Vegna myrkursins í fjósum og kjöllurum, verða spír-
urnar venjulega allt of langar, mjóar og óhraustar.
Stundum má sjá þá sjón, á vorin, þegar búið er að
setja í garðana, að kartöfluspírurnar, nýsettar, standa
langt upp úr moldinni. En það er fjarri því sem vera á.
Útsæðiskartöflur eiga að spíra á hlýjum og björtum stað,
en þó ekki of björtum. Sé birtan hæfileg, þá verða spír-
urnar með þessu móti stuttar, grænar og gildar, — og
sézt glöggt móta fyrir rótum á neðsta hluta spírunnar,
eða máske myndaðar smárætur. A slíkum spírum er
miklu síður hætt við skemmdum á vorin, þegar niður er
sett, heldur en ef spírurnar eru veiklulegar, langar og
mjóar.
Bezt er að láta útsæðið spíra í mjóum, flötum köss-
um, sem eru léttir með að fara. Hæfilegt er að kass-
arnir séu um 50—60 cm Iangir, 30—40 cm á breidd,
en hæðin ekki meiri en 10 cm. En gaflana má hafa
5—3 cm hærri en hliðarfjalirnar, því þá er hægt að
setja kassa á kassa ofan, í stafla, og kemst þó ljós að
kartöflunum í hverjum þeirra. Með þessu móti má koma
mörgum kössum fyrir á einum stað, þó rúm sé ekki