Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 69
BÚ NABARRIT
63
mikið. Ekki má hafa nema 2—3 lög af kartöflum í
hverjum kassa. Sé ekki um útsæði í stóran garð að
ræða, þá er bezt að raða í kassann, og snúa þá >nafla«
kartaflnanna niður, því þá vita »augun« upp. En sé um
mikla ræktun að ræða, þá er ekki hægt að gefa sér
tíma til að raða svo nákvæmlega í kassana.
— Vegna þess að geymslur eru ekki alltaf góðar hér,
þá vill þráfaldlega til að kartöflur spíri of fljótt í geymsl-
unni, vetrarspíri, eins og sagt er. Slíkar spírur eru alltaf
veikbyggðar sökum dimmunnar, og er því rétt að brjóta
vetrarspírur af, er útsæði er tekið úr geymslunni, og
láta það spíra á ný til gróðursetningar. Alltaf er það
nokkur hnekkir fyrir útsæðiskartöfluna, ef hún vetrar-
spírar; en ekki er unnt að komast hjá því með öðru
móti en því, að sjá um að geymslan sé hæfilega köld.
Spírunartími útsæðiskartaflna er nokkuð mismunandi,
eftir því hve fljótt kartöfluafbrigðin spíra, en á því er
nokkur munur. Er rétt að reikna spírunartímann frá
3—6 vikur.
Fari svo að tvö eða fleiri kartöfluafbrigði hafi bland-
ast saman, — en það á ekki að eiga sér stað, heldur
á hvert afbrigði að vera út af fyrir sig, — þá er oft
einna bezt að þekkja muninn og skilja afbrigðin að,
þegar þau eru nýspíruð. Ættu menn að hafa þetta í huga.
Líta þarf eftir útsæðinu, meðan það spírar, og uin-
hlaða kössunum, svo að þeir sem áður voru neðstir
verði efstir. Og við spírunina kemur í ljós hverjar kar-
töflur eru með lífi og hverjar ekki, eða veiklaðar, og
má þá skilja þær ónýtu frá. En að þessu er mikill kostur.
t*ess vegna verða færri skörðin í raðirnar í görðunum,
t>ar sem spírað útsæði var sett, heldur en óspírað.
Stuttar og sterkar spírur verða síður fyrir hnjaski,
þe9ar sett er niður, en mjóar og veiklaðar. En með
sPírað útsæði þarf að fara varlega og ekki hella úr
e'nu íláti í annað.
Tilraunir, sem gerðar hafa verið til að bera saman