Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 71
B Ú N A Ð A R R I T
65
Vaxtarrými.
Nauðsynlegt er fyrir hverja þá jurt, sem þroska á að
ná, að hún hafi nægilegt vaxtarrými, svo að það standi
henni ekki fyrir þrifum og þroska, að það sé of lítið.
En hins vegar er jafn óhagsýnt að vaxtarrými sé meira
en þörf er á. Takmarkið á að vera það, að hver planta
hafi það rúm, sem hún þarfnast til að ná þroska, en
hvorki meira né minna.
Víða sjást þess dæmi hér heima að garðlönd eru illa
hagnýtt. Oft á þann hátt, að illa og óskipulega er sett
niður í garðana. En sumstaðar er uppskera minni en
vera ætti og kartöflur smávaxnar, meðal annars af því,
að of þétt er sett í garðana. Meðalhófið er vandratað
hér, eins og annarsstaðar.
Ekki er unnt að gefa upp neina ákveðna tölu um
vaxtarrými kartaflna undir öllum skilyrðum, það fer tölu-
vert eftir hvaða afbrigði er ræktað, jarðvegstegund og
áburði. En svo þétt verður undir öllum kringumstæðum
að setja, að grösin nái saman og hylji moldina alger-
lega, þegar þau eru fullþroskuð. Þá er mun hægara að
eyða illgresinu, heldur en ef grösin ná ekki saman.
Það er mikill munur á hæð og þrótti grasanna hjá
hinum einstöku afbrigðum, sum hafa hávaxið gras, en
önnur lítið. Ennfremur fer þetta nokkuð eftir stærð út-
sæðisins, því stórt útsæði gefur þróttmeiri plöntur heldur
en smátt. Heppilegast tel ég að hafa frá 50—60 cm
á milli raða, en 25—30 cm á milli plantna í röðunum.
Sé sett með 50 X 25 cm vaxtarrými, þá komast 800
kartöflugrös á 100 fermetra af landi. En sé sett með
60 X 30 cm bili, fara um 580 kartöflugrös á sama
landsvæði.
Hér á landi, þar sem er að ræða um kartöflurækt á
smáum svæðum og hestaverkfæri ekki notuð, tel ég
enga þörf á að hafa vaxtarrými kartaflna meira en 60
X 30 cm.
5