Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 72
B Ú N A +) A B B I 'I'
<»<)
í norðlægum löndum eru kartöflur venjulega setfar
þéttara en í suðlægum löndum.
Um niðursetningu.
Hvenær er heppilegast að setja niður kartöflur?
Þegar jörð er farin að lifna, og klaki farinn úr moldinni.
Betra er að bíða með að setja niður í nokkru daga,
en að »setja á klaka«, — en þá þarf að flytja útsæðið
á kaldari stað, svo að það spíri ekki óheppilega mikið.
Sé sett á klaka virðist það draga úr vexti og uppskeran
verða minni vegna þess.
Ekki er hægt að ákveða neitt um hvenær á vorin
skuli sett niður, því það fer fyrst og fremst eftir veðr-
áttu, en hún er hér allbrevtileg, og svo eftir staðháttum
og öðrum kringumstæðum, t. d. þar sem þannig hagar
til, að garðar koma oft þíðir undan snjó á vorin, má
oft setja ótrúlega snemma.
Sunnan lands er venjulega sett niður í maímánuði —
og eins oft hægt að gera það í fyrri hluta hans eins og
þeim seinni.
Þegar jarðvegurinn er fullunninn, þá eru útsæðis-
kassarnir sóttir á spírunarstaðinn, og sett niður beint úr
þeim, og verða menn þá einkum, að fara gætilega með
spírurnar. Sézt oft farið mjög ógætilega með spírað út-
sæði, því hellt úr einu íláti í annað og jafnvel stundum
flutt í pokum til og frá. En slíkt má með engu móti
eiga sér stað.
Sjálfsagt er einnig þegar spírað útsæði er sett niður,
að sjá um að spírurnar snúi upp. En jafn sjálfsagt at-
riði og þetta athuga menn oft ekki, en setja niður í
mesta hugsunarleysi.
Oft er sett of djúpt niður. Þá lifnar jurtin seinna við
en hún ella myndi gera, því moldin er mun kaldari
neðra en efra á vorin. Onnur ástæða er einnig til þess
að ekki má setja of djúpt, sú, að þá þarf miklu síður