Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 73
__________ BÚN AÐ ARRIT (w
að óttast skemmdir af völdum rótarsvepps kartöflunnar
(Rhizoctonia Sólani), sem annars getur orðið all-
skæður. Því fyrr sem spírurnar koma upp, þess síður
þarf að óttast þennan skaðræðissvepp. Er einkum ástæða
til að óttast sveppinn, ef um veikbyggðar, Iangar kar-
töfluspírur er að ræða, sem spírað hafa við óheppileg
skilyrði.
Merkja þarf vel og skipulega fyrir, þar sem kartöflu-
raðirnar eiga að vera. í görðum eins og hér á landi,
sem flestir eru smágarðar, er auðveldast að merkja
fyrir röðunum með hæfilega gildri línu. Er það gert á
þann hátt, að merkt er til endanna í garðinum með því
bili, sem hentast þykir á milli raða. Síðan er línan
strengd á milli þessara merkja, svo hún sé þráðbein,
og síðan dregin fram og aftur nokkrum sinnum. Sagast
þá far í moldina þar sem línan lá, þar sem röðin á að
vera. Einnig má merkja fyrir kartöflunum í röðunum
með línunni. Þá er merkt fyrir í tveimur yztu röðunum,
jafn langt milli merkja og vera á milli kartaflna. Síðan
er línan strengd þvert yfir allar raðirnar í einu og
dregin fram og aftur, merkist þá fyrir kartöflunum í
öllum röðum í einu. Með þessu móti verður fyllsta regla
á öllu í garðinum, sem er einkar skemmtilegt að sjá og
einnig hentugt, því að þá hefir hvert kartöflugras það
rúm, sem því hentar bezt, en hvorki meira né minna.
— En sé um stórfelda kartöfluræktun að ræða, þá þarf
vitanlega aðrar aðferðir en þessa, en í görðum, sem eru
um dagslátta að stærð, er merking á þennan hátt mjög
hentug.
Þó er það ekki eingöngu vegna kartaflnanna sjálfra
að bezt er að setja sem nákvæmlegast niður, heldur
verður þá mun hægara en annars að hirða garðinn yfir
sumarið. Þá má koma verkfærum að, á milli raða og
á milli plantna í röðum, og er það eitt aðalatriði í sam-
bandi við að setja rétt og skipulega í garðana.
Hvort sem raðsett er í garð eða kartöflur ræktaðar