Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 74
GcS BÚNAÐA R R I T
upp á gamla móðinn, í beðum, þá ber að seija þær
niður í röð og reglu, vegna þessa atriðis.
Hæfilegt tel ég að setja ekki dýpra en það, að holan,
sem kartaflan er látin í, sé 8 —10 cm.
En vel kann að vera, að vegna frosthættu verði að
setja dýpra en þetta, á norðlægum stöðum á landinu,
eða þeim, sem liggja hátt yfir sjávarmál.
Við niðursetningu kartaflnanna þarf einnig að athuga,
að það er ekki nóg að moldin, sem er ofan á kartöfl-
unum, sé laus og vel mulin; moldin, sem undir er, þarf
Iíka að vera það. Þess vegna er óheppilegt, ef kartöflur
eru settar niður á eftir plóg, um leið og plægt er, að
setja þær á botninn í plógfarinu.
Sé merkt fyrir röðum, á þann hátt sem áður var sagt
frá, þá tel ég bezt að setja kartöflur niður með smá-
skóflu, svonefndri plöntuskeið. Blaðið er um 15 cm langt
og skaftið svipað á lengd. Þá er skóflan tekin í hægri
hönd, en útsæðiskartaflan með þeirri vinstri, síðan er
gerð hola með skóflunni, kartaflan sett niður og svo
rótað yfir um leið. Fljótlegast er að setja niður í 2—3
raðir í einu, og einnig er það gott til þess að þurfa
sem minnst um garðinn að ganga. Ein af þeim kröfum,
sem kartaflan gerir til jarðvegsins er, að hann sé laus
og vel unninn. Verður því að gæta þess að troða ekki
of mikið um garðinn, þegar sett er niður. Með aðgætni
er hægt að komast hjá að troða mikið — en hins vegar
eru engin takmörk fyrir því, hvað athugunarlitlir klaufar
geta út sparkað.
Víðast á landi voru eru kartöflur ræktaðar í beðum
og djúpar götur á milli þeirra. Þetta fyrirkomulag rækt-
unarinnar á ekki nema óvíða rétt á sér, að eins þar,
sem garðar eru of blautir og illt við framræzlu að eiga.
En hitt er annað mál, að það er fyrsta skilyrði gras-
ræktar, að garðlöndin séu vel framræst — og ætti því
ekki að þurfa að beðsetja vegna þess.
í þurlendum görðum sjást sumstaðar djúpar götur á