Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 75
________________B ÚN AfiAR RIT___________________69
milli beðanna. Það er að eins til hins verra, því að þá
er hætt við að moldin þorni um of, og uppskeran verði
minni en vera ætti vegna þess.
Þeim, sem vanir eru að setja í beð, misheppnast oft
raðsetning af vankunnáttu, og kenna svo raðsetningunni
um. Oftast eru kartöflur settar alltof þétt í beðin og
þroskast ver af þeirri ástæðu.
Sé sett í beð, þá tel ég rétt að hafa þau 120 cm
(2 álnir) á breidd og 4 raðir á hverju þeirra (40 cm
á milli raða), en um 25—30 cm á milli grasa í röðum.
En svo 60—70 cm fyrir götur — á milli tveggja yztu
raðanna í beðunum.
— Sé moldin unnin prýðilega, má hafa mikil not af
niðursetningarvélum. En þær setja ekki spírað útsæði,
og koma því — að mínum dómi — ekki til greina hér
á landi. Því hér er spírun útsæðis aðalatriði. Enda eiga
þær ekki framtíð, eða koma ekki til greina, nema þar
sem um stórfelda kartöflurækt er að ræða. En þar
sem mikil kartöflurækt er, eins og t. d. sumstaðar í
Danmörku, láta menn sér ekki fyrir brjósti brenna, að
setja niður 4—500 tunnur af spíruðum kartöflum á
hverju vori, án þess að hafa vélar til hjálpar.
Garðstæði.
Eins og fyrr var getið, er kartaflan jurt, sem á heim-
kynni í hinum heitu löndum Suður-Ameríku, og verður
hún sjaldan eða aldrei fullþroska hér enda þótt hún
geti orðið fullkomlega eins stórvaxin hér og annars-
staðar. Eg hefi séð kartöflu hér, sem vóg 1000 grömm
(»Eyvindur«, 1928). Er það sú stærsta kartafla sem ég
hefi séð, vel vaxin var hún og að öllu leyti góð.
Þar sem skilyrði eru það hörð hér á landi fyrir þessa
jurt, er það auðskilið, að nauðsynlegt er að velja kar-
töflugarði þann stað, þar sem ræktunarskilyrði eru sem
bezt.