Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 77
71
_______________BÚNAÐARRIT
um fyrstu frosta, með því einu að sjá um, að nægilegt
sé af þessu næringarefni í jarðveginum. — Draga má
stundum úr skemmdum eftir fyrstu frostnótt, með því
að dreifa köldu vatni, t. d. með garðkönnu, áður en sól
kemur upp. En erfitt er víða um aðstöðu til þessa, og
því ekki víst að því verði komið í verk. Bezta vörnin
er auðvitað sú, að velja garðstæði þar, sem reynsla er
fyrir að frosthætta sé minnst. En víða hafa fyrstu nætur-
frostin eyðilagt vonina um góða uppskeru og dregið
hrottalega úr launum fyrir unnin störf.
úarla ætti að þurfa að taka það fram, að land, sem
ætlað er til kartöfluræktar þarf að vera vel framræst.
Framræsla er eitt frumatriði flestrar jarðræktar, en þó
einkum garðræktarinnar. Og sé illa, eða ekki framræst,
þá verður óhægt um öll störf, sem vinna þarf í garði
— jarðvinnslu, niðursetningu og hirðingu, því arfinn er
sú jurt, sem þrífst ágætlega á illa framræstu landi. En
hann er höfuðóvinur garðræktarinnar, og verður varla
með tölum talinn sá skaði, sem hann hefir gert.
Jarðvegur.
Það er víst flestum kunnugt, að kartaflan þrífst bezt
og verður bezt að gæðum, þar sem rnoldin er laus í
sér og sandkennd. En hinsvegar þá getur hún svo að
segja vaxið í hvers konar jarðvegi, en þó eru afbrigðin
nokkuð misjafnlega viðkvæm um jarðvegstegund.
Enskar tilraunir hafa leitt í ljós, að afbrigðið sKerrs
Pink« (»Eyvindur«) hefir gefið þar mesta uppskeru,
bæði í leirjörð, moldarjörð og sandjörð. Mælir þetta
einnig með þessu afbrigði til ræktunar hér, því að við
getum ekki æfinlega valið kartöflu-garðstæðin okkar
eftir því, hvernig jarðvegur er, en verðum einnig að
taka ýmsar aðrar kringumstæður til greina, svo sem
•egu garðanna og skjól, og verðum því oft að láta kar-
töfluna sætta sig við þann jarðveg, sem fyrir er á þeim
L