Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 79
BÚNAÐARRIT
7.'i.
Að eins er um tvær vinnsluaðferðir að ræða, upp-
stungu og plægingu. í smáum görðum er sjálfsagt að
stinga upp, en stóra garða er auðvitað hagsýnast og
réttast að plægja. Vfirborð garðanna þarf að vera sem
jafnast. Því þarf oft, áður en stungið er, eða plægt, að
jafna úr áberandi mishæðum.
Mikið er undir því komið, hvor aðferðin sem notuð
er, að moldin sé unnin á sem hentugustum tíma á vorin,
þegar hún er »mátuleg«, þ. e. hvorki of blaut né of þur.
Einkum er áríðandi að þetta sé athugað, þegar garðar
með leirkenndum jarðvegi eru plægðir.
Hvort sem stungið er, eða plægt, þarf að hafa alla
vandvirkni við. Sé stungið upp, þá má ekki taka mjög
breitt fyrir skófluna í einu, og er rétt að láta skóflu-
blaðið ráða dýptinni. Jafnóðum þarf að raka yfirborðið
með járnhrífu. Sé vandað til jarðvinnslunnar, flýtir það
fyrir rótarmyndun plantnanna, ræturnar komast fyrr niður
á við, og rótarnetið verður greinóttara en annars myndi
verða, og þess vegna betur fært en annars um að hag-
nýta sér næringu jarðvegsins.
Sé plæging viðhöfð, má ekki hafa plógstrengina of
breiða, og verður að gera sér að reglu að hafa þá
sem beinasta og jafnasta. Sjálfsagt er að plægja, þeg-
ar um stóra garða er að ræða, því uppstungan er sein-
leg aðferð og því dýr. Og þeir, sem búa til nýja
garða, þurfa að hafa þetta í huga, og sjá um að garð-
arnir séu þannig, að þeir séu vel lagaðir til plægingar,
t. d. lengri á annan veginn.
Víða hafa menn spillt fyrir sér, með því að plægja
garðana, í staðinn fyrir að stinga. Ekki af því að plæg-
ingin sé að neinu leyti slæm í sjálfu sér, heldur af því
að illa hefir verið plægt. Það hefnir sín æfinlega að
vinna jarðveg illa, þar sem kartöflur á að rækta. Þegar
garðlönd eru plægð, þarf að vanda sem mest plæging-
una, sennilega meira en þegar um túnrækt er að ræða.
En það er enn eitt mesta mein bændastéttarinnar ís-