Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 80
74
13 Ú N A t) A 13 R T T
lenzku, hve tiltölulega fáir þeir eru. sem eru vel færir
um að fara með plóg. — Þó plægt sé, má aldrei leggja
skófluna algerlega á hilluna. Ekki er hægt að plægja
fast að girðingum, eða til endanna í görðunum. Þær
ræmur, sem ekki er hægt að plægja, þarf að stinga.
Víða, þar sem garðar hafa verið plægðir, sézt að þetta
hefir verið vanrækt. Þá verða þessar ræmur gróðrarstíur
fyrir arfa og annað illgresi, unz þær gróa grasi, og því
sér maður svo víða grasbekki innan við girðingarnar,
sem vitanlega minnka flatarmál garðsins stórum. Og þar
býr svo Heimulan — njólinn — um sig, og setur sinn
svip á. Og af honum hafa menn nú engin not, þó áður
fyrri hafi hann verið hafður bæði til fæðis og litunar.
Áburður.
(Jm tvær aðal áburðartegundir er að ræða, húsdýra-
áburð og tilbúinn áburð. Báðar þessar tegundir hafa
sína kosti og ókosti. Hér er aðallega um þrennskonar
húsdýraáburð að ræða: kúamykju, hrossatað og sauða-
4að. Eðli og eiginleikar þessara áburðartegunda eru svo
•vel kunnir, að ekki þarf að fara um þær mörgum orð-
um. Allar geta þær verið góðar, þar sem þær eiga við.
Mykjan t. d., sem er vatnskennd í sér og köld, á vel
við í sendnum og þurrum jarðvegi, en síður annars-
staðar. Hinar tvær húsdýra-áburðartegundirnar eiga betur
við í flestum öðrum jarðvegi en sandinum. Sé mykjan
borin í raklenda garða, er hætt við að hennar verði
lítil not, a. m. k. fyrsta sumarið, því að hún er svo lengi
að leysast þar í sundur. En svo verkar hún einnig
sumarið eftir. Aftur á móti eru hinar tvær áburðarteg-
undirnar miklu þurrari og fljótari að breytast í efna-
sambönd, sem jurtirnar geta fært sér í nyt, og verka
því fyrr. Húsdýraáburðurinn felur í sér moldbætandi efni,
hefir því mjög bætandi áhrif á eðlisástand jarðvegs-
ins, og .er einkar nauðsynlegur, á meðan garður er