Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 81
B U N A 1) A R B I T
75
að komast í rækt. Sá ókostur fylgir húsdýraáburðinum,
að hætt er við að illgresisfræ berist með honum, því
allt að því helmingur fullþroskaðra fræja af sumum ill-
gresistegundum gengur óskemmdur alla leiðina um melt-
ingarveg húsdýranna. Þar sem hestum er gefið moð og
annar úrgangur úr heyi, er því hætt við að mikið sé af
illgresisfræi í hrossataði.
Það var nálægt síðustu aldamótum að tilbúinn áburð-
ur var notaður hér á landi í fyrsta sinn.
Tilbúni áburðurinn, eða notkun hans, hefir haft geysi-
lega mikla þýðingu fyrir jarðræktina, og ekki sízt ræktun
garða. 1 görðum borgar sig bezt að nota hann, því
garðjurtirnar má að ýmsu leyti telja verðmætari en flestan
annan jarðargróður.
Það er ekki öllum ljóst, hve mikill vinnusparnaður
er að því, að nota tilbúinn áburð í garðana, móts við
að nota húsdýraáburðinn. 5—7 kg af alhliða áburði,
Nitrophoska, nægja fullkomlega í 100 fermetra, með
kartöflum eða gulrófum. Það er fárra mínútna verk, að
dreifa þeim áburðarskammti á hið umrædda svæði, og
ólíkt minna verk en að aka þangað 2 — 4 vögnum af
húsdýraáburði og dreifa úr þeim og stinga niður. Hvað
þá heldur, ef flutt er á minni ökutækjum, eða jafnvel í
kláfum, eins og enn er gert á stöku stað. — Sé rétt
farið með tilbúinn áburð, er engin hætta á að hann
komi ekki að notum.
Sú hentugasta tegund tilbúins áburðar, í matjurta-
garða, sem ég þekki, er hið áðurnefnda Nitrophoska.
I því eru hin þrjú nauðsynlegustu jurtanæringarefni:
köfnunarefni, fosfórsýra og kalí; en á þeim er oftast
skortur í jarðveginum. Síðan Nitrophoska fór að flytjast
er notkun tilbúins áburðar orðin stórum auðveldari og
einfaldari en áður. Meðan einhliða áburðartegundir voru
notaðar, þurfti þessi þrjú efni hvort í sínu lagi, og mátti
ekki nota þær allar á sama tíma. Eina var talið bezt
að bera á að haustinu, aðra snemma á vori, og þá þriðju
l