Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 83
B Ú N A Ð A R R I T
77
inn er þaö að segja, að honum þarf að dreifa sem
jafnast og stinga hann sem bezt niður.
En um Nitrophoska er það annars að segja, að ef
ekki næst til þess nógu snemma, þá má líka dreifa
því jafnt yfir beðin og garðinn allan, eftir að sett hefir
verið, því næringarefnin sem eru í því, eru mjög auð-
leyst. En sé þurviðrasamt, þá kemur það ekki að eins
góðu gagni og ella.
Kartöflurnar má með engu móti vanfóðra, eða svelta í
garðinum. Og þær borga matinn sinn, ef hann er ekki illa
úti látinn. 5—7 kg af Nitrophoska nægir í 100 fermetra
garð, en á því svæði geta komist fyrir 800 kartöfiugrös.
Fengist hálft kg af kartöflum undan hverju grasi, þá
yrðu það 4 tunnur, sem fengjust af þeim bletti.
IHgresi og eyðing þess.
Illgresi í görðum köllum við íslendingar einu nafni
»arfa«, og er það þó engan veginn arfi allt saman,
heldur fleiri tegundir. Þó kveður þar langmest að haug-
arfanum. Hjartarfi getur einnig komið miklu illu til leiðar,
og svo mætti telja margar aðrar jurtir, svo sem: brenni-
netlu, njóla og fífla, krossgras og skriðsóley, ásamt
mörgum fleirum, og ennfremur geta grastegundir orðið
sannkallað illgresi í görðum, t. d. húsapunturinn.
En þó er það haugarfinn (Stellaria media) sem aðal-
tjóninu veldur, og margfalt meira tjóni en vera þyrfti,
vegna þess að þeir eru svo margir, sem ekki kunna á
honum hin réttu tök. Sennilega er arfinn dýrasta jurtin,
sem á Islandi vex, ef unnt væri að meta til fjár þann
óhemju skaða, sem hann gerir árlega. Þessi auðvirðilega
Htla jurt, svo lítilfjörleg að útliti, og sem þó getur kæft
hvaða matjurtir sem er, ef ekki er að gert í tíma. —
Þrautseigur er arfinn að bjarga sér og harðgerður. Arfa-
fræ þarf minni hita til að spíra en fræ flestra annara
lurta, enda spírar það fyrst af öllu fræi á vorin. Hver