Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 85
B ÚX AflAllRI T _ 79
að alstaðar sé jafnlangt á milli raða og á milli plantna
í röðunum, þá má koma arfasköfunni alstaðar að. Að
eins þarf að taka þann arfa með berum höndum, sem
vex inn við, eða á milli stönglanna. Sé arfinn skafinn
— og það þýðir aldrei að skafa nema í þurru veðri og
helzt í sólskini — þá kemur það einnig í veg fyrir
sprungumyndun í yfirborði moldarinnar. Þess vegna hefir
þessi aðferð tvöfalt gildi, og ef hún er viðhöfð, þá þarf
síður að óttast misvöxt vegna þurka. í smærri görðum
er það arfaskafan sem á við, en sé um stóra garða að
ræða, þá þarf fljótvirkari verkfæri — hjólsköfur. Með
þeim má hreinsa garðlöndin fljótlega og vel, ef skipu-
lega og vel hefir verið sett niður.
Arfaskafan hefir undanfarið kostað á þriðju eða fjórðu
krónu, svo hana geta allir veitt sér, og hægðarleikur
fyrir hvern hagan mann að smíða sér arfasköfu, en þó
er réttast að hafa sköfu með hentugu lagi til fyrir-
myndar. En hjólsköfur hafa undanfarin ár kostað frá
60-80 kr.
Það er óhugsandi nú orðið, að hirða garðana með
því lagi, að reyta illgresið með berum höndum, vegna
þess hve seinlegt það er. Eigi að gera það, þá þarf að
láta arfann verða svo stóran, að hægt sé að taka á
honum, en þá er hann þegar búinn að gera garðjurt-
unum mikinn skaða. — Sumir bændur, sem hafa kom-
ist upp á lagið, að hirða garða sína með arfasköfu, telja
þetta litla, ódýra verkfæri, eitt hið bezta og þarfasta,
sem þeir hafi eignast.
Arfinn er höfuðóvinurinn í görðum hér; honum þarf
fyrir hvern mun að halda í skefjum, ef menn vilja fá
9Óða uppskeru. Allt of víða sjást garðar í óhirðu, ein-
ungis vegna þess, að garðeigendur eru ekki hættir við
Sömlu, seinlegu aðferðina að reyta illgresið með berum
höndum, en hafa þó ekki, vegna fólksleysis tök á að
beita henni að fullu.
Nýja, fljótlega aðferðin, að hirða garðana og eyða