Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 86
B U X A B A R R I T
80
illgresinu með arfasköfu má til að ryðja sér til rúms.
Arfaskafa ætti að vera til, og í notkun á hverju heim-
ili þar sem garðyrkja er stunduð.
Að „hlúa að“.
Hirðing kartöflugarða um sumarið er eiginlega ekki
í öðru fólgin en því, að halda illgresinu í skefjum og
svo í því að hlúa að grösunum. Það má ekki vanrækja,
Að hlúa að, er í því fólgið að róta moldinni upp að
grösunum og inn á milli stönglanna. Af þessu hafa
grösin mikinn stuðning og standast betur veðrin. Því
hefir einnig verið haldið fram, að fleiri kartöflur fáist,
ef hlúð er að, en annars, en það er vafasamt. Ef rað-
sett er, þá er bezt að hlúa að með járnhrífu, ef um
smáa garða er að ræða. Þá myndast moldarhryggur,
þar sem röðin er, þegar moldin er færð að röðunum
báðum megin, en svo aftur laut á milli raða. Nauðsyn-
legt er að moldin komist sem bezt inn á milii stöngl-
anna. Moldarhryggurinn hitnar mun fyr af völdum sól-
arinar, en slétt mold. En hlýjan örfar efnabreytingar
jarðveasins og eykur þroskann, og bætir því gæði kar-
taflanna. I miklum vætum rennur óþarfa vatn burtu eftir
lautinni fyr en ef yfirborð moldarinnar er slétt.
í stærri görðum þarf fljótvirkari verkfæri til að hlúa
að með. A hjólsköfurnar fyrnefndu, má setja smáplóga,
sem þeim fylgja, og hlúa að með þeim og er það bæði
fljótlegt og létt verk. En sé um stórfelda ræktun kar-
taflna að ræða, þá þarf til þess enn stórvirkari tæki,
hlúplóga, sem hestur er látinn draga.
Uppskeran.
Það er skemmtilegt verk, í góðu veðri, að taka upp
vel þroskaðar kartöflur, úr vel hirtum garði.
Hvenær upp skuli taka, fer aðallega eftir tvennu:
J