Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 87
B U N A i) ARIII T
81
veðrinu, fyrst og fremst, og þroska kartaflnanna. Nauð-
synlegt er að fá gott veður við upptökuna, því annars
vaxa erfiðleikarnir við vinnuna um allan helming. Betra
er að taka upp í fyrra lagi, en að það lendi í ótíma,
unz menn neyðast til að nota hvaða veður sem er. Því
að þá verður uppskeran illa verkuð og afleiðingin af
því verður sú, að skemmdir koma fram í kartöflunum í
geymslunni.
Betra er að reyna að flýta fyrir þroska kartaflnanna,
með góðri umhirðu vor og sumar, en að láta þær standa
lengi fram eftir í garðinum, þegar tíð er farin að kólna
og vöxturinn að hætta. Reynslan sýnir, að enda þótt
tekið sé upp snemma, geymast kartöflurnar engu ver
en þær, sem teknar eru seinna upp. Aftur á móti er
miklu verra að geyma kartöflur, sem teknar eru upp
eftir að frost hefir komið, og ef til vill skemmt ein-
stöku kartöflur.
í smágörðum er sjálfsagt að taka upp með hand-
verkfærum. Eitt hentugasta áhaldið til þess er högg-
kvíslin. Hún er með löngu skafti og tindarnir fjórir
mynda rétt horn við skaftið. Maður heggur tindunum
inn undir grasið og kippir síðan að sér. Sé raðsett í
garðinn, en það tel ég að öllu leyti bezt, þá er bezt að
kippa grösunum í 2—3 röðum í einu, upp með hend-
inni og hrista kartöflurnar af. Síðan fleygja grösunum
íil hliðar. Svo má láta kartöflurnar, sem upp hafa komið
á þennan hátt, liggja um stund og þorna, síðan tína
þær upp, sem sjást ofan á. Svo er farið með högg-
kvíslina í rásina og þær kartöflur, sem eftir eru í mold-
inni, teknar upp með henni og kastað til hliðar, og
helzt látnar þorna áður en þær eru tíndar upp. Stórum
betra verkfæri til þessa starfs er höggkvíslin, en skóflan
og venjulegar stungukvíslar, þó vel megi nota stungu-
kvíslarnar. Við upptökuna kemur vel í ljós hvers virði
það er, að hafa kartöfluafbrigði, sem mynda kartöflurnar
þétt inn við stönglana, og eru að mestu lausar við smælki.
6