Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 89
B Ú N A Ð A H R I T
83
Síðan, þegar kartöflurnar eru orðnar vel þurrar, eru
þær settar á vetrargeymslustað, sem þarf að vera þurr
og kaldur. Loftræsting verður að vera þar sæmilega góð,
því kartöflurnar þurfa að anda, eigi síður en aðrar lif-
andi verur. Geymslustaðurinn þarf ennfremur að vera
hreinlegur og ætti jafnvel stundum, áður en látið er í
geymsluna, að strjúka yfir veggi með kalkvatni, til að
hindra að skaðlegir sveppir lifi þar ár frá ári. Því til
eru slíkir sveppir og valda oft töluverðum skemmdum.
I geymslunni mega kartöflurnar hvorki vökna né frjósa,
og ekki má þar heldur vera of heitt, því að þá fara
þær að spíra. Beztu geymslurnar fyrir kartöflur fást
vitanlega í þar til gerðum jarðhúsum, en þau þurfa helzt
að vera svo rúmgóð, að hægt sé að moka kartöflunum
til, bæði til þess að taka þær frá, sem ef til vill skemm-
ast, og einnig af því að hreyfing þessi er þeim holl.
Erlendis eru kartöflur víða geymdar á ökrum úti,
í byngjum, með hálmi yfir og mold þar utan á. Og í
frosthörkum er svo þakið með þykku lagi af þangi eða
öðru þess háttar. Reynast þessar geymslur mjög mis-
jafnlega, stundum vel, en stundum illa. Og ekki þori ég
að ráðleggja að geyma kartöflur á þennan hátt hér á
landi, því veðrátta er hér svo misjöfn frá ári til árs.
Stundum frýs moldin sáralítið, en stundum frýs og mynd-
ast klaki mjög djúpt í jörðu. Er því mjög áhættusamt að
geyma kartöflur á þennan hátt. — Séu kartöflur geymdar
í pokum, þá mega þeir til að vera svo gisnir, að loft
komist í gegnum þá. — Víða hér eru geymslur manna
mjög óhentugar fyrir kartöflur, einkum þar sem þær eru
geymdar í kjöllurum undir íbúðarhúsum, því að þar vill
verða svo heitt á þeim að þær vetrarspíri.
Kartöflusýki.
Kartöflujurtin á ekki svo fáa óvini á meðal hinna Iægri
sveppa og skorkvikinda.