Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 90
84
B U N’ A Ð A R l í I T
Skorkvikindi þau, sem eru henni skaðleg, erum við,
sem betur fer, lausir við hér á landi, en við höfum
orðið fyrir miklum skaða af völdum sjúkdómanna. I
þessari grein get ég ekki farið ítarlega út í það, að lýsa
sjúkdómum þeim, sem kartaflan getur fengið, en þeir
eru ekki fáir, heldur verður hér aðallega bent á þá allra
alvarlegustu og gefin ráð við þeim, að svo miklu leyti
sem það er hægt.
Hinn alvarlegasti »Þrándur í Götu« kartöfluræktar-
innar á Suðurlandi er hin svonefnda »kartöflusýki«, sem
orsakast af sveppi, sem lifir í jurtinni sjálfri, en aldrei
í moldinni. Sýki þessi heitir »Phytopthora infestans« á
latínu og er algeng í flestum löndum, þar sem kartöflur
eru ræktaðar, og getur einnig sýkt Rauðaldinjurtina
(Tómötur), en hún er systir kartöflujurtarinnar að skyld-
leika. Sýki þessi hefir gert geysilegan skaða fyrr og síðar,
ekki sízt áður fyrr, þegar menn vissu naumast af hverju
veikin stafaði og kunnu því eðlilega ekki ráð við henni.
Sveppurinn sem orsakar sýkina, lifir í útsæðiskartöfl-
unum yfir veturinn og þróast jafnóðum og kartaflan
spírar og vex. Að lokuin myndar sveppurinn gró neðan
á blöðum kartöflugrasanna, þau vaxa þar og sveppur-
inn nærist á jurtinni sjálfri, unz hún deyr. Hér á landi
er þetta venjulega í fyrri hluta ágústmánaðar. Þá fara
að sjást svartir blettir á blöðunum, en þeir eru hélu-
gráir að neðan, ef veðrátta er rakasöm um það leyti.
Síðan stækka blettirnir þangað til blöðin verða kol-
svört, og að lokum deyja grösin algerlega. Leggur þá
af þeim illan daun. Sýkin er bráðsmitandi. Gró svepps-
ins fjúka ýinist af og á önnur grös, og sýkja þau undir
eins, eða falla til jarðar og berast með rigningarvatn-
inu niður í jarðveginn og sýkja þar undirvöxt kartafln-
anna. Gróin smjúga inn í kartöflurnar, og á þeim mynd-
ast þá svartir blettir, sem stækka síðan, oft þangað til
þær eru algerlega eyðilagðar. Stundum sýkjast kartöfl-
urnar þó ekki meira en það, að þær geta í góðri og