Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 91
BÚNAÐARRIT
85
vel þurri geymslu, haldið sér yfir veturinn, og getur af
slíku útsæði stafað mikil hætta næsta sumar. Stundum
ber lítið á veikinni í kartöflunum um sumarið, svo að
ekki er alltaf tekið eftir henni í garðinum, þó hún sé
þar. Þá getur hún sýkt kartöflurnar um leið og upp er
tekið, og komið síðan fram í algleymingi í byngnum á
geymslustaðnum.
Sýkin er svo bráðsmitandi, að það er furðulegt. Gróin
geta borist með vindinum. Áreiðanlegt er að þau geta
borist úr garði í annan garð og úr einni sveit í aðra,
með fuglum og skorkvikindum, með flestum lifandi ver-
um, sem í sýktan garð koma. Hún getur gripið um sig
í heilum sveitum og sýslum, jafnvel landshlutum, á
skömmum tíma, ef veðrátta er rök og hlý, því það
veðurfar hentar sveppnum bezt.
Sveppurinn, sem sýkinni veldur, lifir aldrei í moldinni
sjálfri, að eins í jurtinni, í kartöflunni. Og enda þótt
kartöflur sýkist af þessari veiki eitt sumar og eyðilegg-
ist gersamlega, þá er garðurinn sjálfur jafngóður til
kartöfluræktar og áður. Þess vegna er óhætt að setja
kartöflur í garð í ár, enda þótt kartöflusýki hafi ef til vill
eyðilagt þar uppskeruna sumarið áður.
Ráð eru til við þessari vondu veiki. Erlendis dreifa
menn blásteins- og kalkvökva yfir kartöflu-akrana, einu
sinni og tvisvar á sumri. Þetta er fastur liður í ræktun
kartaflna þar. En við þetta þarf mikla nákvæmni og all-
dýr tæki. Býzt ég því ekki við að þýða muni að halda
því ráði að íslenzkri alþýðu, í strjálbyggðum sveitum,
enda er þekking manna á þessum hlutum, víða af svo
skornum skammti, að ekki má á þetta ráð treysta vegna
þess. Hitt er annað, að í þéttbýli, þar mætti ætla að
hægt væri að hafa góð not af þessu gamla ráði, þar
sem margir menn gætu verið í félagi um verkfærin,
sem þarf til þess, og eins um framkvæmd verksins.
Dreifa skal vökvanum yfir grösin, áður en sýkinnar
verður vart að ráði. — Þetta ráð gegn kartöflusýkinni