Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 93
B Ú N A Ð A R R I T
87
Öll gömlu kartöfluafbrigðin okkar, sem mér eru kunn,
<eru bráðnæm fyrir kartöflusýki og strádrepast undir eins
■og sýkin gerir vart við sig, ef veðrátta er rök og hlý.
Einkum þær bleiku íslenzku. Og þar að auki eru þær
seinþroska og smávaxnar. — »Þær eru svo bragðgóðar,
on það er hreinasta neyð að rækta þær«, sagði einn
athugulasti bóndinn á Suðurlandi, sem þekkir vel hin
nýju kartöfluafbrigði, við mig nýlega. Þetta er alveg rétt
hjá honum. Það er hreinasta neyð að rækta afbrigði
íurta, sem eru ókostum hlaðin, jafnvel þó ekki séu jafn
alvarlegir tímar fram undan og nú. Bóndinn má ekki
treysta á kartöfluafbrigði, sem getur eyðilagst gersam-
lega á hálfum mánuði um mitt sumar. I því er ekkert
vit. Einkum þegar hraust og góð afbrigði standa til boða
í stað hinna. Oft hefi ég séð kartöflugrös af þessum
afbrigðum standa græn og gefa fulla uppskeru, í beðum
innan um kolsvört og steindauð grös af hinum gömlu
seinvöxnu og smávöxnu, »bragðgóðu« afbrigðum. — Er
mikið á sig lagt fyrir magann að halda í þau.
Aðrir sjúkdómar.
Vmsir aðrir kartöflusjúkdómar hafa gert mikinn skaða
ihér í görðum.
Kláðinn (Actinomyces scabies) hefir gert usla afar-
víða og er hinn hvimleiðasti kvilli, sem illt
er að ráða við. Hann orsakast einnig af sveppi og gerir
kartöflurnar útlits ljótar. Eiginlega eru engin ráð til við
honum, sem duga. Menn vita, að kláðinn magnast mjög,
ef mikið kalk er í jarðveginum, og því verða menn að
athuga að bera ekki áburð, sem kalk er í, í þá garða,
þar sem hans hefir orðið vart, t. d. kalksaltpétur eða
súperfosfat. Aftur á móti er talið að brennisteinssúr
stækja (köfnunarefnisáburður) og brennisteinssúrt kalí
kaldi kláðanum frekar niðri. Ekki þýðir að skipta um