Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 95
BUNAÐARRIT
89>
lega frá, sem eru að einhverju leyti skemmdar. Mætti
með vandlegri meðferð á kartöflunum komast hjá margs-
háttar skemmdum. Afbrigði kartaflna geymast misjafn-
lega vel. En það er víst, að ekkert kartöfluafbrigði
geymist vel, nema því að eins að geymslan sé góð.
Hér er ekki rúm til að minnast á fleiri kartöflukvilla
eða sjúkdóma. Þó vil ég með fáum orðum benda mönn-
um á hættu, sem yfir vofir hér, eins og annarsstaðar,.
af völdum sjúkdóms eins, sem enn hefir þó ekki borizt
til landsins.
Það er hin svonefnda »Vörtuveiki« í kartöflum (Syn-
chytrium endobioticum). Hún mun vera hinn alvarleg-
asti kartöflusjúkdómur, sem þekkist, og eyðileggur upp-
skeruna (undirvöxtinn) gersamlega, án þess þó að minnsti
sjúkdómsvottur sjáist á grösunum. Þess vegna taka menn
ekki eftir veikinni, fyrr en farið er að taka upp. Sveppur
sá, sem sýkinni veldur, getur haldist lifandi í jarðveg-
inum ár eftir ár — allt að því tvo áratugi — þó ekki
séu ræktaðar kartöflur í honum. Sjúkdómur þessi hefir
þegar náð mikilli útbreiðslu í Skotlandi og Englandi,
og ennfremur í Noregi. Hafa Norðmenn nú sérstakan
ráðunaut, til að leiðbeina um varnir gegn vörtuveiki í
kartöflum. Sjúkdóminn kalla þeir »Potetkreft« (kartöflu-
krabbamein). 1929 voru alls 41 sóttkvíuð svæði þar í
landi vegna þessa sjúkdóms, stór og smá. Til dæmis er
hið sóttkvíaða hættusvæði við Kristiansand, 10 km breitt
og 30 km langt. — Aður fyrri þekktu menn ekki aðra
vörn gegn vörtuveikiuni, en að banna kartöflurækt með
lögum, þar sem hennar varð vart. Nú er annað ráð
notað. Svo er um kartöfluafbrigðin, að þeim má skipta
í tvo flokka, eftir því hvort þau taka vörtuveikina
eða ekki. Annaðhvort eru þau næm fyrir vörtuveiki,
eða þá algerlega ónæm (immun). Verði vart við vörtu-
veiki, þá er fyrirskipað að þar megi ekki framvegis
rækta önnur afbrigði en þau, sem ekki taka veikina.