Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 96
90
B Ú N A Ð A R R I T
En hin hraustu afbrigði eru þó hættuleg, ef þau eru
ræktuð í smitaðri mold, að því leyti, að sveppurinn
getur borizt utan á þeim, og með mold og umbúðum,
og svo getur sjúkdómurinn brotizt út, ef þær eru not-
aðar til útsæðis á öðrum stað. Þess vegna stafar hinn
mesti háski af því fyrir kartöflurækt íslendinga, ef fluttar
eru kartöflur — jafnvel þó af hraustum afbrigðum sé —
frá hinum sýktu löndum, og notaðar til útsæðis hér.
Vegna þessarar hættu ætti ekki að flytja útlendar út-
sæðiskartöflur til landsins, nema frá tilraunastöðvum, þar
sem þær eru ræktaðar undir eftirliti, og sjúkdómsins
hefir ekki orðið vart. Og svo þyrfti einnig að rækta
þær undir eftirliti hér, áður en þeim er dreift, sem út-
sæðiskartöflum, út um byggðir landsins. Stjórnarvöldin
verða að vera á verði um að kartöflurækt landsmanna
verði ekki stefnt í voða, með því að flyíja inn mikið af
útsæðiskartöflum frá þeim löndum, þar sem þessi ægi-
legasti kartöflusjúkdómur er víða til.
Þau kartöfluafbrigði, sem Norðmenn fyrirskipa fólk-
inu, sem býr á »sýktu« landsvæðunum, að rækta, eru
aðallega: »King George*, »Kerrs pink« (»Eyvindur«)
og »Edzell Blue« (»Blálandsdrottning«). Því þessi af-
brigði hafa einnig að öðru leyti reynst þar prýðilega,
eins og hér á Islandi.
Við íslendingar eigum fullt í fangi með að berjast
við kartöflusýkina, þó að kartöflurnar okkar fái ekki
vörtuveikina líka.
Eins og sézt af því ofanritaða, um kvilla og sjúk-
dóma í kartöflum, á jurt þessi allmarga óvini. En þó
eru, eins og bent hefir verið á, ráð við flestum þeirra.
En því mega garðeigendur aldrei gleyma, og það
gildir einnig fyrir allar aðrur jurtir en kartöflur: Að eitt
bezta ráðið gegn jurtasjúkdómum er það, að sjá um að
jurtunum líði æfinlega sem bezt í görðunum, svo að
þroski þeirra verði sem mestur. Og að fara sem bezt