Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 97
B Ú N A Ð A R R I T
91
með þær við upptöku og á geymslustað. Með því móti
niætti koma í veg fyrir margsháttar skaða.
Um næringargildi og notkun kartaflna.
Lengi vel, eftir að kartöflujurtin var flutt hingað til
álfu, var hún í litlum metum. Að eins ræktuð sem sjald-
gæf og sérkennileg jurt, og einnig til skrauts. Þá var
því og haldið fram, að kartöflurnar væru mjög óhollar,
og jafnvel að öll jurtin væri eitruð. Hinn ágæti grasa-
fræðingur Linné, hafði mesta ýmigust á kartöflum. Hann
segir frá því á einum stað í dagbókum sínum, að hann
hafi komið á bóndabæ á Skáni. Þar sá hann að bóndi
kom út með trog, fullt af kartöflum, og fleygði þeim
fyrir svínin, en þau vildu ekki líta við þeim. Og svo
bætir hann við: >Það er engin furða þó að fólkið fáist
ekki til að borða þessa fæðu, sem svínin vilja ekki einu
sinni snerta við«. — En styrjaldir og harðæri kenndi
fólkinu að nota kartöflur og meta þær vel, og nú eru
kartöflur orðnar eitt hið allra nauðsynlegasta fæðuefni
mannanna, því þær eru þrennt í senn: ódýrar, hollar og
nærandi. Þess vegna eru kartöflur ræktaðar í öllum
heimsins löndum, að þeim takmörkum, sem kuldinn setur
þeim. I hlýjum löndum eru þær ræktaðar að mestu leyti
á ökrum, en í kaldari löndum mikið í görðum; og hér
á Islandi hefir kartaflan verið öndvegisjurt garðræktarinnar
um áratugi. Erlendis eru kartöflur ræktaðar til mann-
eldis fyrst og fremst, en einnig til iðnaðar og gripafóð-
urs. Hér eru kartöflur eingöngu ræktaðar til manneldis,
að eins úrgangur uppskerunnar, smælkið, notað til gripa-
fóðurs. En þó er langt frá að kartöflur séu notaðar hér
eins mikið til manneldis og vert væri. Það er fæstum
kunnugt, að á kartöflum og feiti — t. d. smjörlíki —
er hægl að lifa eingöngu mánuðum saman, og halda
fullkomnu vinnuþreki og fjöri. Þess eru dæmi, að menn
hafa lifað ágætu lífi í 1 — U/2 ár, án þess að láta inn