Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 98
92
B U N A Ð A R R I T
fyrir sínar varir annað en kartöflur og smjörlíki. Hefr
ég séð hæðnis-svip á mörgum manni, sem ég hefi sagt
frá þessu og öðru slíku, því hér á landi er kartaflan
ekki í jafn miklum metum og kjötið, hjá öllum þorra
manna. Menn vita ekki að kartaflan er algild fæða
(þ. e. a. s. kartöflur og feiti), og menn vita ekki, að
1 kg af vel þroskuðum kartöflum hefir sama næringar-
gildi og 1 kg af kjöti (vöðvar). I einu kg af mögru
kjöti eru um 1 þúsund hitaeiningar, aðallega sem eggja-
hvítuefnasambönd. í einu kg af kartöflum eru einnig
um 1 þúsund hitaeiningar, að mestu sem sterkja, en
mun minna sem eggjahvíta. En þó er nóg í kartöflun-
um af eggjahvítu, til að fullnægja þörf líkamans fyrir
þetta efni, og þess vegna má meta þetta eftir hilaein-
ingum. »Því getur enginn vísindamaður borið á móti
því, að 1 kg af kartöflum hefir sama næringargildi og
1 kg af kjöti«, segir hinn heimskunni danski læknir
Mikkel Hindhede, sem mest og bezt allra manna hefir
unnið að því, að opna augu fjöldans fyrir ágæti kar-
taflnanna. Hann hefir árum saman gert fóðrunartilraunir
á fólki, til þess að komast að því sanna um næringar-
gildi kartaflnanna. Fyrstu árin var hlegið hátt um alla
álfuna að Mikkel Hindhede fyrir kenningar hans, en nú
eru menn fyrir löngu hættir að brosa að þessu, því
margir vísindamenn annara þjóða hafa endurtekið til-
raunir hans, og orðið að játa að niðurstöður hans um
notagildi kartaflnanna, sem fæðu fyrir mannfólkið, voru
og eru réttar. í einni tilraunaskýrslu frá Hindhede stendur:
»Um egg er það að segja, að kartafla jafn stór því og
4 gr af smjöri, hefir sama næringargildi og eggið«. Og
enn segir hann: »Enginn maður ætti að borða minna
en 1 kg af kartöflum á dag«.
Rannsóknir Hindhedes hafa þegar fengið geysilega
þýðingu. Áður en hann kom til skjalanna héldu vísinda-
menn því fram, að fullorðinn maður þyrfti um 120 gr
af eggjahvítuefnum á dag, til þess að fullnægja þörf