Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 100
94
B Ú N A Ð A B R I T
bjó allan minn búskap á lítilli jörð og eignaðist 16 börn,
En ég lagði mikla rækt við kartöflugarðana og þeir
brugðust mér aldrei, og með Guðs hjálp — og kartafln-
anna — tókst mér að halda hópnum frá sveit og koma
þeim öllum vel á legg. Og kartöflunum var það ekki
sízt að þakka«.
Fleiri gætu sjálfsagt tekið undir eitthvað svipað þessu
með gamla manninum.
Um matreiðslu kartaflna.
Um þetta atriði mætti sjálfsagt segja margt, en um
það er ég ekki fær nema að litlu leyti.
Menn tala oft um »slæmar« kartöflur, með þeirri
meiningu að þær séu bragðvondar. Og kenna svo kar-
töflunum um, en ekki þeirn, sem hafa matreitt þær. Þ6
er enginn efi á því, að margar þær konur og menn,
sem við matreiðslu fást, kunna ekki að sjóða kartöflur
rétt og bera þær á borð. Það er mjög algengt, að kar-
töflur eru soðnar allt of lengi, og svo látnar liggja í
soðinu og kólna með því. Þannig bornar á borð, vatns-
kenndar, hálfkaldar og þar af leiðandi ólystugar, er langt.
frá því að þær séu góðar.
Það er ekki heldur nokkur vafi á því, að mikill hluti
kvartana um að einstöku kartöfluafbrigði séu ekki bragð-
góð, á rót sína að rekja til þess, að fólkið kennir kar-
töflunum um það, sem er þeim að kenna, sem matreiða
þær.
Það er vafasamt, hvort hægt er að segja um nokkrar
kartöflur, ef þær eru vel þroskaðar, að þær séu slæmar.
ef þær eru rétt soðnar og matreiddar. Kartöflur af ýms-
um afbrigðum þurfa misjafnlega mikla suðu. Einkum
þarf að sjóða þær kartöflur gætilega, sem eru lausar í
sér, vegna þess að þær eru mjölkenndar. En það eru
næringarauðugustu, og því beztu kartöflurnar. Hver hús-
móðir þarf að veita því athygli, hvað þær kartöflur, sem.