Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 101
B U N A Ð A H R I T
95
hún hefir yhr að ráða, þurfa mikla suðu, — og svo
vitanlega haga suðunni eftir því. Erlendis er talið bezt
að sjóða kartöflur, sem hér segir: Kartöflurnar eru
flysjaðar (með þar til gerðum hníf) og síðan látnar ofan
í sjóðandi vatn. Rétt áður en þær eru fullsoðnar, er
soðinu hellt af þeim og kartöflurnar síðan hristar í
pottinum, yfir hægum eldi, og látnar þorna þannig. Svo
eru þær bornar á borð vel heitar. Þannig matreiddar
eru kartöflur »herramannsmatur«. Ef farið er þannig
með kartöflurnar, að flysja þær áður en þær eru soðnar,
þá má ekki gleyma því, að kartöflusoðið er talið mikils
virði vegna ýmsra næringar- og bætiefna, sem í því eru.
Þá er það oft notað í kartöflusúpur, eða í súpur með
öðru grænmeti. — Hér gefa búkonur kálfum og öðrum
gripum soð af óflysjuðum kartöflum, og þykir gefast vel.
í einni skýrslu sinni segir Hindhede: »Reynslan sýnir
að með því að láta sjúklinga nærast að mestu leyti á
kartöflum, í lengri tíma, hefir oft tekist að lækna þrá-
láta og langvarandi gigt«. Gamla húsráðið: »Kartöflusoð
við gigt«, lætur ekki að sér hæða.
Eitt er athugunarvert um matreiðslu kartaflna hér á
Islandi, það, að hún er allt of fábreytt. Venjulega er
að eins um þrjá rétti að ræða úr kartöflum: soðnar
kartöflur, »brúnaðar« eða steiktar kartöflur og kartöflu-
jafning. En það má útbúa marga rétti matar úr kar-
töflum, að langmestu leyti. En ekki er ég fær um að
leiðbeina um það efni, enda er það húsmæðrafræðsl-
unnar að annast það. En víða mun hafa verið lögð
meiri áherzla á, að kenna húsmæðraefnum að búa til
dýrindis krásir, svo kallaðan »fínan mat«, úr erlendum
efnum, heldur en að gera þær færar um að hagnýta sér
kartöflurnar sem mest og bezt.
Notkun kartaflna þarf að aukast mikið, frá því sem
nú er, og þekking á matreiðslu kartaflna þarf að aukast.
En vart get ég hugsað mér óleiðigjarnari mat en vel
þroskaðar — og vel soðnar kartöflur.