Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 102
B U N A Ð A R R I T
9(5
Enda hlýíur þeim, sem að húsmæðrafræðslunni standa,
að vera það ljóst, hver nauðsyn það er nú, enn frekar
er áður, að kenna nemendunum að hagnýta vel þau
ágætu efni, sem hægt er að framleiða í landinu sjálfu.
Hér verður ekki farið út í neina hagfræðislega reikn-
inga um það, hve háar fjárhæðir megi spara lands-
mönnum með því, að framleiða meiri kartöflur og auka
notkun þeirra frá því sem er. Um hve miklu þær fjár-
hæðir nemi árlega má lengi þrátta, en hitt verður ekki
deilt um, að þær eru miklar. Og það er nærri því ótrú-
legt, hve mikil not má hafa af kartöflum til búsdrýginda,
ef rétt er með þær farið.
Hollari, betri og ódýrari fæða en kartöflur er vand-
fundin.
Þetta er nú orðið það langt mál, að nóg mun að
lengja kverið um einn kafla enn, og draga hér saman
í eitt flest þau atriði, sem máli skipta um þetta efni.
Það er margt, sem þarf að athuga, ef kartöflurækt
á að fara vel úr hendi. Flestir munu skilja hver nauð-
syn það er íslenzku þjóðinni að auka kartöfluræktina,
til þess að komast hjá innflutningi á kartöflum frá út-
löndum. Mörgum mun þá fyrst koma til hugar að stækka
kartöflugarðana, í hlutfalli við það, sem þeir vilja auka
ræktunina. Þó liggur nær, til að byrja með, að rækta
betur en áður þá garða, sem fyrir eru, ef einhverju hefir
verið ábótavant í því efni. Þeim, sem ekki hafa haft lag
á að hirða smáa kartöflugarða, mun víst lítið þýða að
stækka þá. Viss er ég um það, að stórum mætti auka
kartöflurækt á Islandi með því einu: að rækta betur
þá garða, sem fyrir eru. En þeir, sem kunna lag á að
hirða vel garða sína, munu að sjálfsögðu sjá sér hag í
að stækka þá og auka notkun kartaflnanna.
Þeir, sem láta útbúa nýja garða, þurfa að velja þeim
sem beztan stað, hvað legu og skjól snertir, og búa