Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 103
B U N A Ð A Ji R I T
97
svo um að ekki þurfi að óttast ágang gripa. Og helzt
þurfa garðarnir að vera þannig lagaðir, að hægt sé að
beita fljótlegri járðvinnsluaðferð, plægingunni.
Úr ágöllum jarðvegsins þarf svo að bæta á bezta hátt,
svo að jarðvegurinn verði kartöflunum þægilegur, þær
munu launa þá fyrirhöfn með vaxtarauka og auknum
gæðum. En bezt er, ef hægt er, að útbúa garðana þar,
sem jarðvegur er eins og kartöflum h^ntar bezt, laus
og hæfilega sendinn.
Ekki má svelta kartöflurnar í garðinum með of litl-
um áburði. Muna verður það, að þar sem skortur er á
kalí og fosfórsýru í jarðvegi, verða kartöflur miður bragð-
góðar. Kvörtun um að kartöflur séu ekki góðar, á oft
rót sína að rekja til þessa atriðis. Menn þurfa að hag-
nýta vel þann áburð, sem til er á bæjunum, og bæta úr
þeim ágöllum, sem kunna að vera, með því að nota til-
búinn áburð með, og á réttan hátt. í görðum, sem eru
í góðri rækt, má nota tilbúinn áburð eingöngu. í gamal-
ræktuðum görðum, sem mikið hefir verið borið í af
húsdýraáburði, vill oft bera á því, að »grasvöxturinn«
verður afarmikill, en undirvöxturinn lítill. Þetta stafar
oft af vöntun á fosfórsýru, en heldur of miklu köfnunar-
efni. Má því oftast nær úr þessu bæta, með því að bera
fosfórsýruáburð á, t. d. superfosfat, 5—8 kg á 100 □ m.
Kartöflujurtin þarf að hafa nægilega mikið af auð-
leystri jurtanæringu í jarðveginum, svo að hún geti notið
hins stutta vaxtartíma sem bezt.
Þá ber og að leggja áherzlu á, að hafa gott kartöflu-
afbrigði til ræktunar. En um það, hvert þeirra sé bezt,
eru menn ekki sammála. Að mínu áliti ríður okkur Is-
lendingum mest á því, að rækta stówaxin, bráðþroska
og harðgerð kartöfluafbrigði, sem standast vel sjúkdóma.
Hefi ég hvergi farið í launkofa með skoðun mína á
þeim kartöfluafbrigðum, sem mér eru kunn.
Gott, hæfilega stórt útsæði, þurfa menn að hafa af
hinu góða afbrigði. Frá 30—60 gr að þyngd, er ég
7