Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 104
vanur að segja. Þó má það vitanlega vera stærra —
og einnig minna, ef að eins eru valdar heilbrigðar,
vel þroskaðar kartöflur. Því kartöflur geta verið vel
þroskaðar, þótt þær séu smáar, ef afbrigðið sjálft er
bráðþroska. En smáar kartöflur af seinþroska afbrigði
eru varasamar.
Einn aðal liður í kartöflurækt á íslandi verður alltaf
spírun útsæðis. Má því aldrei vanrækja að láta það spíra
á réttan hátt.
Vaxtarrými þarf að vera hæfilegt, svo að garðlandið
notist sem bezt. Allt í röð og reglu í garðinum, svo að
hægt sé að beita verkfærum, smáum eða stórum, í bar-
áttunni við illgresið.
Um niðursetninguna ber að taka það fram, að ekki
er rétt að setja mjög djúpt, enda þess engin þörf, ef
útsæði er hæfilega spírað, spírurnar stuttar.
Vinnslu jarðvegsins ber að vanda sem bezt, hvort
sem plægt er eða garðarnir stungnir upp, því kartaflan
þarf að vaxa f sem lausastri mold.
Um eyðingu illgresis vil ég endurtaka það, að vinna
þarf á því með verkfærum, í stað þess að reita arfann
með berum höndum. Arfaskafa ætti að vera til á hverju
heimili. Kaupfélög og kaupmenn ættu jafnan að hafa
þær til, og af beztu og hentugustu gerð. Sé arfaskafa
ekki til á heimilinu, er nærri því ógerningur að hirða
garðana vel og allt of mikill tími fer í það.
Hlúa þarf að grösunum í tæka tíð, og í fyrsta sinn
þegar grösin eru 10 — 15 cm á hæð, í annað sinn 10—14
dögum seinna.
Rækti menn kartöfluafbrigði sem eru næm fyrir kar-
töflusýki, þá þarf að hafa blásteinssprautuna við hend-
ina, til að geta dreift blásteins- og kalk-vökvanum yfir
kartöflugrösin, ef sýkinnar verður vart. — Ber ég þó
ekki þetta ráð saman við hitt, að rækta þau ein af-
brigði, sem veita kartöflusýkinni mest viðnám, því hin
aðferðin er mjög kostnaðarsöm. Og enda þótt þeirri að-