Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 106
BÚNAÐARRIT
Skýrslur
starfsmanna Búnaðarfélags Islands 1931.
Nautgripa- og sauðfjárræktar-ráðunauturinn:
I. S a u ð f j á r r æ k t i n 1931.
Tíðarfar 1931 var tæplega í meðallagi fyrir sauðfjár-
ræktina. Vetur frá nýári var snjóasamur sunnanlands,
og gengu hey manna mjög til þurðar. Þegar leið á vetur
var því farið að kaupa fóðurbætir, og varð hann miklu
dýrari, og notaðist auk þess ver, en þurft hefði að vera,
hefði hann verið keyptur fyr og jafnara notaður.
Sunnan- og austanlands reyndust heyin, frá sumrinu
1930, illa, og þar sem ekki var gefinn fóðurbætir með,
gekk féð, sérstaklega austanlands, misjafnt undan. Þar
voru líka töluverð brögð að vanhöldum, nokkur í full-
orðnu, og víða mikil í lömbum. Norðan- og vestanlands
reyndust heyin aftur betri, og þar gekk fé ágætlega undan.
Vitað er um 8 kindur, sem lifðu veturinn af í óbyggð-
um og voru 2 þeírra að minnsta kosti búnar að vera
tvo vetur á fjöllum.
Af Héraði töpuðust 2 hestar haustið 1930, og fund-
ust þeir aftur um vorið inn undir Snæfelli. Höfðu þeir
lifað veturinn af, og að því er séð varð liðið sæmilega.
Hefir því þar inn á öræfunum borið minna á jarðleysi
og áfreðum en niðri í byggðinni.
Vorið var með afbrigðum þurkasamt. Fyrir því gréri
seint og sprettu fór lítið fram, fram eftir öllu vori. Af
þessu leiddi að fé, sem gekk illa undan vetrinum, tók
seint bata. Ær, sem þannig var ástatt með, fæddu illa,
og það komst í lömbin kyrkingur, sem þau bjuggu að
allt sumarið.