Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 107
B Ú N A Ð A R R I T
101
Spretta var sein, og sláttur byrjaði viku til hálfum
mánuði seinna en venjulega. Tún voru mjög illa sprottin
vestanlands, og allvíða urðu stórir hlutar þeirra alls ekki
slegnir- Var þar alveg brunninn af þeim allur gróður
og þau eins og blágræn til svört á að Iíta. Taða varð
því víða lítil. A Mýrum vestra varð hún nokkru minni
en venjulega, á Snæfellsnesi víða um 1/4 minni og svipað
í Dölum; í Barðastrandarsýslu varð hún víða Ú3 og
annarsstaðar einum ’fe minni en vant er að vera, og í
Isafjarðarsýslum varð hún sumstaðar ekki nema Ú4 og
það niður í 1/6 af venjulegum töðufeng. í Strandasýslu
var aftur betra, og norðan- og sunnanlands má segja
að hún yrði um meðallag. Austanlands varð hún aftur
minni. — Utheyskapur varð aftur um allt land sæmi-
legur, en víða voru slegnar slægjur, sem ekki hafa verið
slegnar undanfarin ár, og því er hætt við að hey verði
úrgangssöm og ódrjúg í vetur. Þar við bætist að hey
reynast heldur létt, þó undarlegt sé, þar sem þau yfir-
leitt eru vel verkuð og ekki hrakin.
Menn hafa töluvert almennt keypt fóðurbætir í haust,
og ætla sér að gefa hann með beit í vetur. Heita má að
eingöngu hafi verið keypt síldarmjöl og síld í þessu
skyni.
Haustið, og veturinn fram á miðja jólaföstu, hefir verið
umhleypingasamur, en hagar góðir. En úr því fóru að
koma snjóar, sérstaklega vestanlands, og um áramót var
víða orðið haglítið.
Að undanteknu Austurlandi var miklu slátrað. En
innleggið gerði lítið. Kjötverð er, eftir því sem bezt
verður vitað nú, Iægra en það hefir verið, gærur miklu
lægri og ull sömuleiðis. Telst svo til, þegar miðað er
við saltkjötsverð á því kjöti, sem þegar er selt, og verð
á ull og gærum, eins og það er hjá S. í. S„ að sauð-
fjárafurðirnar séu 34°/o verðminni í ár en síðastl. ár.
Að hinu leytinu hefir tilkostnaður við sauðfjárræktina
ekki minnkað neitt að ráði. Að vísu hafa tún stækkað,