Búnaðarrit - 01.01.1932, Síða 109
B ÚNAf) ARR I T
103
sérstaklega í Gullbringusyslu, sem jafnaðarlega losar
okkur ráðunautana við ferðir um umdæmi sitt.
Til verðlauna á sýningunum var varið alls kr. 1357,75
frá Bún.fél. íslands, gegn jöfnu framlagi úr sveitasjóðum.
A skýrslum þeim um sýnda hrúta, sem hér fara á
eftir, sézt hvernig meðalhrúturinn í hverjum hreppi
reyndist, hvað mál og þyngd snerti. Þó varð því ekki
komið við að vega þá alstaðar, því vogir voru ekki til
í hreppunum. Þá sézt ennfremur hvernig sá hrútur, sem
teljast verður að hafa jafn-bezt mál í hverjum hreppi,
hefir verið, og sömuleiðis sá, sem jafn-lélegastur var.
Tölur þessar eru þó ekki hámarks-, né Iágmarkstölur,
t. d. er hvorki víst að sá, sem beztur er talinn, sé
þyngstur, né sá, sem talinn er lakastur, sé léttastur.
Fyrstu verðlauna hrútar á svæðinu voru:
I Strandasýslu:
»Baldur«,»Lubbi« og »Dropi«á Svansh., allir kollóttir.aK1).
»Loki« og »Svanur« í Goðdal, báðir kollóttir, aK.
»Hjörsi« og »Frey« á Skarði, báðir kollóttir, aK.
»Krókur« á Osi, í aðra ætt aK.
»Stóri-Kollur« og »Ljómi« á Víðidalsá, sá fyrtaldi af aK, en
»Ljómi« er hyrndur, keyptur frá Kinnast. í Reykh.sveit.
»Blakkur« og »Spakur« (sonur »Blakks«) á Hólmavík
(M. Lýðsson), kollóttir, aK.
»Fylkir« á Hrófá, ættaður frá Víðidalsá, hyrndur.
»Svanur« á Hólmavík (T. Brandsson), kollóttur, aK.
»Hnífill« á Tindi, í aðra ætt aK.
»Gestur« í Miðdalsgróf, kollóttur, frá Gestsstöðum, aK.
»Peningur« í Felli, undan »Ospak« í Þrúðardal, aK.
»Freyr« í Steinadal, undan »Óspak« þar, aK.
»Steini« í Hlíð, kollóttur, aK.
»Spakur« og »Belgur« (sonur »Spaks«) í Gröf, koll-
óttur, aK.
') aK þýðir að hrúturinn sé af Kleifakvni.