Búnaðarrit - 01.01.1932, Page 125
BÚNAÐARRIT
119
/ Barðastrandarsýslu:
»Glæsir« Guðm. S. Jónssonar í Tálknafirði, sonur hrúts
úr Geiradal.
»Nafnlaus« í Kvígindisdal, heima-alinn.
»Heggá« í Mýratungu, undan hrút, sem 1927 fékk
1. verðlaun, og mun hafa verið ættaður frá Gottorp.
»Pjakkur« á Gillastöðum, undan hrút frá Gottorp.
Með sýningunum í haust er lokið einni hringferð um
landið með hrútasýningar, síðan ég, 1928, kom til Bún.fél.
Islands. A sýningar hafa komið 2332 hrútar, eldri en
tvævetrir, 1658 tvævetrir og 1493 veturgamlir. Auk þess
hafa komið nokkrir hrútar, sem hafa verið þau afskúm,
að þeir voru ekki sýndir, enda þótt þeir væru mættir.
Meðalhrútar á öllu landinu mega, eftir þeim málum,
sem mæld hafa verið á hrútunum á sýningunum, teljast
að vera:
3 veíra og eldri. 2 vetra. Veturgamlir.
Lifandi þungi . . . 85.1 76 9 66.1
Brjóstummál .... 104.1 100 7 96.0
Hæð á herðar. . . 79.8 786 75.9
Lofthæð (lappahæð) 32.7 32.9 32.7
Lengd framhluta . 26 3 25.7 24.5
Lengd miðhluta . . 28.5 28.1 27o
Lengd afturhluta . 26.7 26.2 25.1
Breidd spjaldhryggs 21.0 20.4 19.3
Með því að bera þessi landsmeðaltöl saman við sýslu-
meðaltölin (sjá síðasta »Búnaðarrit«, bls. 90—91), getur
nú hver og einn séð, hvernig meðalhrúturinn í hans
sýslu er, hvað mál og þyngd snertir, og með því að
bera meðalhrútinn í hreppnum saman við meðalhrútinn
í sýslunni, sjá menn samanburðinn innan hverrar sýslu.
Og þó málin ekki sýni nema nokkuð um hrútinn, þá
sýna þau það mikið, að af þeim má sjá samanburð.